is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23538

Titill: 
  • Þær leiða veginn: Um stöðu kvenna og áhrifamiklar konur á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að staða jafnréttis teljist góð á Íslandi, atvinnuþátttaka kvenna og menntunarstig þeirra hátt eru enn fáar konur sem gegna áhrifastöðum. Í þessari ritgerð er farið yfir stöðu kvenna á íslenskum vinnumarkaði og umfjöllun um áhrifakonur hér í landi. Listi Frjálsrar verslunar yfir áhrifamestu konur landsins árið 2015 var innihaldsgreindur. Markmiðið var að greina aldur kvennanna, hvaða störfum þær gegna og úr hvaða geirum þær koma. Niðurstöður leiða í ljós að af þeim 100 konum á lista Frjálsrar verslunar eru 23 konur framkvæmdastjórar eða forstjórar fyrirtækja, 35 þeirra sitja í stjórnum fyrirtækja, 12 þeirra eru stjórnarformenn og 17 konur sitja í tveimur eða fleiri stjórnum. Meðalaldur kvennanna reyndist 52 ár, sem sýnir að leiðin að áhrifastöðu er ekki spretthlaup og að það getur tekið tíma að vinna sig upp í slíka stöðu. Á listanum eru fjölmargar konur sem eru brautryðjendur að því leiti að þær voru fyrstu konurnar til að gegna starfi sínu og ruddu þannig veginn fyrir aðrar konur. Listin sýnir konur sem starfa við ólík störf innan ólíkra geira en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa náð langt, hver á sínu svið og geta allar verið góðar fyrirmyndir.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Björg_Antonsdóttir.pdf790.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HelgaBjörg.pdf424.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF