is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23539

Titill: 
  • Birtingarmyndir kynhlutverka í barnabókmenntum. Samanburður tveggja tímabila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn koma í heiminn með opinn og forvitinn huga. Þau eru móttækileg fyrir nýjum hugmyndum um það samfélag sem þau verða hluti af, viðmiðum þess og gildum.
    Innan samfélagsins er að finna margvísleg hlutverk sem börnin þurfa að kynnast og læra á, þar á meðal kynhlutverk. Margskonar félagsmótunaraðila og -þætti er að finna í umhverfi þeirra, svo sem forráðamenn og skólakerfi. Lestur er einn af sterkum áhrifavöldum í uppeldi og skólagöngu barna. Í gegnum bókmenntir er ímyndunarafl þeirra örvað og fræðslu um samfélagið miðlað. Í þessari ritgerð eru birtingarmyndir kynhlutverka í barnabókmenntum skoðaðar. Til að varpa ljósi á efnið var gerð lýsandi samanburðarrannsókn á sextán barnabókum sem voru skoðaðar og orðræðugreindar út frá kenningum mótunarhyggju. Bækurnar skiptast í tvö tímabil, 1992-1995 og 2013-2015. Einnig er leitast við að skoða hvort mun er að finna á birtingarmynd kynhlutverka á milli tímabila. Niðurstöður sýna umtalsverðar breytingar á birtingarmyndum kynhlutverka á þessu 23 ára tímabili. Hefðbundin kynhlutverk eru ríkjandi á fyrra tímabilinu en við annan tón kveður í barnabókum seinna tímabilsins. Þar er að finna aukinn jöfnuð milli kynjanna og hugmyndir um ríkjandi kvenleika og karlmennsku eru ekki eins áberandi.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TinnaOlafsdottir.pdf762.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Tinna.pdf422.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF