en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/2353

Title: 
  • Title is in Icelandic Lyf sem orsök innlagna. Vísbendingar í sjúkraskrám
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Óæskileg áhrif lyfja er hugtak sem á við um að lyfjanotkun valdi sjúklingi á einhvern hátt skaða. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á óæskilegum áhrifum lyfja, meðal mismunandi hópa sjúklinga, á mismunandi þrepum í heilbrigðiskerfinu og með mismunandi aðferðafræði. Niðurstöður benda til að líkur á óæskilegum áhrifum lyfja fari vaxandi eftir því sem sjúklingur tekur fleiri lyf og séu oft meira vandamál meðal aldraðra en þeirra sem yngri eru. Óæskileg áhrif lyfja hafa ekki áður verið rannsökuð á Íslandi og því var ráðist í að þróa aðferðafræði til að meta óæskileg áhrif lyfja sem valda innlögnum á LSH.
    Rannsakaðar voru bráðainnlagnir 369 sjúklinga, 75 ára og eldri, á LSH árið 2007. Aðferðin sem þróuð var kallast ræsimerkjaaðferðin, en hún byggir á að sjúkraskrá var lesin afturrýnt í leit að 66 fyrirfram ákveðnum ræsimerkjum. Einnig var þróuð aðferðafræði, byggð á þeim ræsimerkjum sem greindust og lyfjum sem sjúklingur var á við komu, til að meta líkurnar á að innlögn væri vegna óæskilegra áhrifa lyfja.
    Ræsimerki greindust hjá öllum þátttakendum rannsóknarinnar, að meðaltali 4,8 hjá hverjum sjúklingi. Fleiri ræsimerki greindust meðal sjúklinga sem voru með fjöllyfjanotkun (7 eða fleiri lyf) en þeirra sem voru ekki með fjöllyfjanotkun. Fjöldi ræsimerkja var einnig mismunandi milli sjúklinga sem tóku eða tóku ekki lyfin fúrósemíð, kalíum, warfarin og digoxin og ákveðin ræsimerki reyndust vera sértæk fyrir sjúklinga á áðurnefndum lyfjum. Auðvelt og fljótlegt reyndist vera að nota ræsimerkja-listann. Skilgreiningar sumra ræsimerkjanna á listanum reyndust ekki nógu vel í rannsókninni og því er nauðsynlegt að endurskilgreina sum ræsimerkin áður en listinn verður notaður í framhaldsrannsókn.

Accepted: 
  • Apr 30, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2353


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GÞ09_fixed.pdf982.29 kBLockedHeildartextiPDF