is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23541

Titill: 
  • Stafræna klípan: Áskoranir safna við varðveislu kvikmynda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um breytingar sem kvikmyndasöfn um allan heim standa frammi fyrir vegna stafrænnar tækni við gerð og miðlun kvikmynda. Varðveisla kvikmynda á stafrænu formi snýst um varðveislu óáþreifanlegra tölvuskráa. Varðveisluferlið er bæði mjög dýrt og viðkvæmt, ekki síst ef það er skoðað í því óvissuljósi sem langtímavarðveisla stafrænna gagna er.
    Umsýsla og dreifing á myndefni er auðveldari með stafrænni tækni en hliðrænni, en að sama skapi er vandasamara að höfundarverja útgefið efni. Geta kvikmyndasöfnin tryggt varðveislu stafræns efnis það vel að útgefendur kvikmynda sjái sér hag í að fela þeim varðveisluna? Á að yfirfæra allt hliðrænt kvikmyndaefni yfir á stafrænt form? Og hver á að bera kostnaðinn af þessu?
    Í ritgerðinni eru þessi atriði skoðuð og hvaða áhrif stafræn tækni hefur haft og mun hafa á samspil kvikmyndasafna, kvikmyndaframleiðenda og dreifingaraðila kvikmynda. Fyrst er gerð grein fyrir lagalegu umhverfi og stefnumótun kvikmyndasafna með hliðsjón af The International Federation of Film (FIAF) eða Alþjóðlegum samtökum kvikmyndasafna. Því næst eru áskoranir stafrænu tækninnar skoðaðar með tilliti til hlutverks og starfsemi kvikmyndasafna, með sérstakri áherslu á söfnun, upprunaleika og miðlun. Að lokum eru þessar áskoranir skoðaðar sérstaklega út frá starfsemi Kvikmyndasafns Íslands.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnþóra Halldórsdóttir-prent.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Gunnþóra.pdf408.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF