is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23542

Titill: 
  • „Það var bara til að hafa betra líf.“ Breytingar á starfsferli
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að fá innsýn í upplifun og reynslu einstaklinga sem sjálfviljugir hafa gert breytingar á starfsferli sínum. Í breytingunum felst að setjast aftur á skólabekk og ljúka nýju námi ólíku því fyrra og í kjölfarið starfa á vettvangi tengdu því. Tekin voru hálf-stöðluð viðtöl við sex einstaklinga af báðum kynjum á aldrinum 32–45 ára. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ákvörðunin um að gera breytingar á starfsferli með því að hefja nýtt nám er tekin að vandlega athuguðu máli. Það sem einkennir alla viðmælendur í rannsókninni er að á ákveðnum tímapunkti á starfsferlinum stöldruðu þeir við og hugsuðu til framtíðar. Ákvörðunin var tekin út frá viðmælendunum sjálfum og hvort að nýr starfsvettvangur, starfsaðstæður og laun gætu betur samræmst gildum þeirra og forgangsröðun í lífinu. Viðmælendur virðast búa yfir aðlögunarhæfni á starfsferli (career adaptability). Víddirnar fjórar í aðlögunarhæfni, það er umhugsun, stjórnun, forvitni og sjálfstraust koma í ljós þegar viðmælendur taka stjórnina á eigin starfsferli. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að ákvörðun um fyrra nám var tekin án mikillar ígrundunar og sú námsleið oft valin út frá áhuga og reynslu. Ákvörðunin um að gera breytingar á starfsferlinum var betur ígrunduð en valið á seinna námi. Niðurstöður gætu nýst sem innlegg í umræður og rannsóknir á breytingum á starfsferlinum.

Samþykkt: 
  • 12.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greta_Jessen_MA_lokaskil.pdf802.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Greta.pdf400.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF