is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23558

Titill: 
  • Gorms saga gamla og Þorkels saga aðalfara: Tilfærsla og þróun fram til 1900
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um tilfærslu Gorms sögu gamla og Þorkels sögu aðalfara frá Danmörku til Íslands, með áherslu á handritageymd, miðlun og þróun sagnanna í íslenskum heimildum. Sögurnar eiga rætur sínar að rekja til ritverks Saxa málspáka, Gesta Danorum, frá 12. öld, í frásögu hans af Thorkillus og Gormo. Frásögn Saxa var fyrst þýdd á íslensku á 17. öld og er varðveitt í þremur gerðum hérlendis. A-gerð samanstendur af þremur textavitnum, sem öll eru að vísu sjálfstæðar þýðingar á frásögninni, en engu að síður fylgja þau textavitni frumheimild sinni dyggilega auk þess sem þau nafngreina Saxa málspaka sem heimildarmann. B-gerð textans, sem jafnframt er sú elsta sem varðveitt er í íslenskum heimildum, fylgir A-gerð nærri en skrifari hefur þar aukið lítillega við textann. A- og B-gerðir sagnanna einkennast af miklum lærdóm, þar sem boðskapur og gildi þeirra er í fyrirrúmi. Tilfærsla þeirra virðist háð siðbreytingunni hérlendis árið 1550, þó þær virðist ekki hafa orðið almæltar á Íslandi. C-gerð hefur þó einangrast sýnilega frá frásögn Saxa og líkist mun fremur ævintýralegri þjóðsögu, þar sem skemmtanagildi hennar vegur þyngra en boðskapur. Þar með virðast sagnirnar þróast í takt við samfélagslegar breytingar, svo tilfærsla á sér einnig staðar milli bókmenntategundar og stéttar lesenda.
    Hvorki Gorms saga gamla og Þorkels saga aðalfara hafa áður birst á prenti og lítið sem ekkert hefur verið um þær skrifað. Fræðimenn hafa aðeins nefnt örfá atriði í tegslum við sagnirnar í fyrri skrifum, t.a.m. tengslin við Saxa málspaka og fjölda handrita. Þessi rannsókn hefur nú leitt í ljós að fjöldi varðveittra handrita Gorms sögu gamla og Þorkels sögu aðalfara er ívið meiri en áður. Þá hefur rannsóknin einnig sýnt fram á hvernig tilfærsla sagnanna varð úr rými lærðra skrifara, sem lögðu ríka áherslu á kristilegan lærdóm, yfir í rými alþýðlegra og leikra skrifara, sem lögðu áhersluþungan á sagnaskemmtun.

Samþykkt: 
  • 13.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
titill+inngangur+efni.pdf222.36 kBOpinnTitilsíða, inngangur og efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
MA ritgerð.pdf1.34 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna