is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23563

Titill: 
 • Upplifun og reynsla barna og foreldra sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Fjölgun hefur orðið á umsóknum fjölskyldna um alþjóðlega vernd á Íslandi á síðustu mánuðum, en þar til nýlega hafa málefni fjölskyldna í slíkum sporum, í orðræðu og riti, farið fremur hljótt hér á landi. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu barna og foreldra sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi af mótttöku, íslensku samfélagi og áhrifaþáttum á sálfélagslega velferð. Rannsóknin er eigindleg rannsókn og byggjast niðurstöður hennar á hálfstöðluðum viðtölum við börn og foreldra þeirra sem leitað hafa alþjóðlegrar verndar á Íslandi og fagaðila sem koma að þjónustu þeirra. Niðurstöður sýna að heitasta þrá foreldra er að veita börnum sínum öruggari og betri framtíð. Margvíslegir þættir í umsóknarferlinu hafa áhrif á sálfélagslega velferð fjölskyldumeðlima, s.s. biðtíminn eftir svari, virkni og líðan fjölskyldunnar, möguleikar til félagslegra tengsla og möguleiki barnanna á að lifa sem eðlilegustu lífi. Margt er vel unnið í þágu barnanna en einnig margt sem betur má fara. Möguleikar þeirra til að tjá sig um eigin upplifun, líðan og aðstæður eru mjög takmarkaðir, barnvæn biðaðstaða er ekki fyrir hendi hjá öllum þjónustuaðilum og upplýsingar um réttindi barna og við hverju þau mega búast í ferlinu ekki aðgengilegar. Gera þarf börn sýnilegri og virkari í umsóknarferlinu í heild, í samræmi við Barnasáttmála Sþ.
  Lykilorð: Alþjóðleg vernd, hæli, barn, fjölskylda, sálfélagsleg líðan, velferð, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

 • Útdráttur er á ensku

  The number of applications from families for asylum in Iceland has increased in recent months. Until recently, the discourse on the issues regarding the families has been relatively little. The aim of this research is to shed a light on the experience and involvement of children and parents who seek asylum in Iceland of the reception, Icelandic society and contributing factors to psychosocial well-being. The research is a qualitative research and the results are based on semi-structured interview with children and their parents who have sought asylum and, also, the professionals who provide the services. The results show that the reason parents seek asylum in Iceland is to provide a secure and better future for their children. Numerous parts in the applications process influence the psychosocial well-being of parents and children, e.g. the decision time, activity and well-being of the family, options for social networking, language barrier, security and children´s school enrollment and the likelihood for them to live as normal life as possible. Parts of the process for children are in good standing. However, it is important to do better in other parts. The children have limited possibility to express their own experience, well-being and conditions. Child-friendly environment is non-existent at the locations of some of the service providers. The information about children´s rights and what they may expect are not accessible. Children need to be more visible and active in the application processs as a whole and the process needs to be according to the Convention of the Right of the Child.
  Key words: Asylum, children, family, psychosocial well-being, Convention of the Right of the child

Samþykkt: 
 • 13.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgaaðal2.pdf972.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Helga.pdf429.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF