is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23565

Titill: 
  • Helgar tilgangurinn meðalið? Auglýsingar hjálparsamtaka á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Birtingarmyndir þriðja heimsins, einkum Afríku, hafa lengi verið gagnrýndar fyrir að sýna einfalda, neikvæða og niðrandi mynd af þessum heimshluta og íbúum hans. Í rannsókninni eru skoðuð tengsl grafískrar hönnunar og auglýsinga alþjóðlegra hjálparsamtaka á Íslandi, aðallega í tengslum við neyðaraðstoð. Markmiðið er að varpa ljósi á þær leiðir sem eru farnar og á það vald sem hönnuðir hafa til að móta þessar birtingarmyndir þriðja heimsins og jafnvel breyta þeim.
    Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við níu grafíska hönnuði sem unnið hafa auglýsingar fyrir hjálparsamtök og greindar voru auglýsingar sex hjálparsamtaka sem birtust í dagblöðum á Íslandi frá 1. nóvember 2013 til 31. október 2014. Rannsakandi tók þátt í fjáröflunarviðburðum og studdist við umfjöllun um viðburðina í fjölmiðlum. Rannsóknin er gerð með hliðsjón af síðnýlendukenningum og gangrýninni og femínískri nálgun, þar sem markmiðið er að varpa ljósi á valdatengsl með það að markmiði að breyta þeim.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að birtingarmyndin af þriðja heiminum sýnir yfirleitt ýmist starandi, óvirka og biðjandi íbúa þessa heimshluta eða íslenskar fyrirmyndir og þekkta einstaklinga. Áhersla auglýsinganna er á fjáröflun þar sem frumleg og fjölbreytileg skemmtun og upplifun er í fyrirrúmi. Tvíhyggjan milli okkar og þeirra sem við viljum hjálpa endurspeglast ekki síður í aðgerðum sem ætlaðar eru til hjálpar, en birtingarmyndinni sjálfri. Aðgerðirnar endurspegla samfélag okkar þar sem við viljum sýna samkennd gagnvart öðrum á sama tíma og aðgerðir okkar snúast meira um okkur sjálf en þá sem við ætlum að hjálpa. Hönnuðir hafa faglega þekkingu og hæfni til að snúa þessum neikvæðu birtingarmyndum við, en gera það ekki nema með stuðningi frá hjálparsamtökunum. Markmið slíkra samtaka er hins vegar fyrst og fremst fjáröflun.
    Lykilorð: hjálparsamtök, birtingarmyndir, grafísk hönnun, auglýsingar, myndir, vald, orðræða, Foucault, öðrun, þjáningar, við/aðrir, römmun, samkenndarþreyta, hungursneyðin í Eþíópíu.

  • Útdráttur er á ensku

    The representation of the Third World, especially Africa, has been criticized for a long time for showing a simple, negative and derogatory image of the region and its inhabitants. This research was conducted to examine the relationship of graphic design and advertising aid organizations in Iceland, mainly in cases of emergency situations. The aim is to shed light on the various approaches to the public and the authority that designers detain to model and remodel the these forms of the representation of the Third World.
    Semi-structured interviews were conducted with nine graphic designers who worked on advertising campaigns for aid organizations and all advertising campaignes for aid organizations, which appeared in newspapers in Iceland from 1 November 2013 to 31 October 2014, were analyzed. The researcher took part in fundraising events and relied on news of the fundraising events in the media. The study is based on postcolonial theories and critical and feminist approaches, and attempts to highlight the power structure with the aim of trying to change them.
    The main conclusion is that the representation of the Third World usually either depicts staring, disabled and pleading inhabitants of this region or Icelandic role models and celebrity. The emphasis in the advertizing campaigns is on fundraising events providing original and varied entertainment and experience. Dualism between „us“ and those we want to help is just as much reflected in the fact that the actions tend to be organized for our own benefit, as in the representation itself. While the actions reflect the wish of the community to show empathy, they also demonstrate the fact that they tend to revolve more about ourselves than those we intend to help. Graphic designers have the ability to remodel this negative representation of the Third World, but in order to do so, they need support from aid organizations. However, the goal of such organizations is often primarily fundraising.
    Password: humanitarian agencies, representations, graphic design, advertising, photos, power, discourse, Foucault, othering, suffering, we / others, framing, compassion fatigue, famine in Ethiopia.

Samþykkt: 
  • 13.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð-ValgerðurJónasdóttir-loka.pdf10,69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Valgerður.pdf389,84 kBLokaðurYfirlýsingPDF