is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23567

Titill: 
  • Listgildi vefnaðarins: Vefnaður í ljósi listasögunnar og með hliðsjón af verkum Júlíönu Sveinsdóttur og Hildar Bjarnadóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvenlægar handsverkshefðir hafa löngum verið taldar til nytjalistar en á 20. öld varð breyting þar á. Vefnaður, útsaumur og aðrar handverkshefðir tóku þá í auknum mæli að birtast sem sjálfstæðir listmiðlar og fullgild aðferð í verkum nútímalistamanna. Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig og af hverju aðferðir úr kvenlægu handverki, þá sérstaklega vefnaður, tóku að flæða inn í listheiminn og hverju það breytti. Einnig verður fjallað um það hvernig vefnaður birtist í verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) og Hildar Bjarnadóttur (1969) en þær hafa báðar unnið með vefnað. Verk þeirra eru þó gífurlega ólík og kann það helst að vera vegna þess þær vinna á mismunandi tímabili. Hildur byrjaði að vinna sín verk á 10. áratugnum og býr því að samfélagsbreytingum kvennabyltingar 8. áratugarins á meðan Júlíana fór út til náms árið 1912 og byrjaði að vefa árið 1920. Því er áhugavert að skoða viðbrögð þessara tveggja kvenna við þessum listmiðli – vefnaðinum – og hvernig þær vinna með hann á sviði myndlistar, hvor á sínum forsendum. Það má segja að Hildur mótist mjög af opnu listumhverfi samtímalistar. Hægt er að sjá femíníska hugmyndafræði í verkum hennar, til að mynda hvernig hún gagnrýnir karllægt listgildi og flokkun listanna í nytja- og fagurlistir. Hins vegar mótast Júlíana af notagildisstefnu þriðja áratugarins í Danmörku. Hún horfir því á listvefnað sem einn þátt myndlistarlegrar iðkunar án þess þó að gagnrýna beint flokkun nytja- og fagurlista, líkt og Hildur gerir. Júlíana tengir svo listvefnað sinn við Ísland, með íslensku ullinni og jurtalitun. Þá á hún þátt í að kynna vefnað sem list fyrir íslenskri menningu, meðal annars með því að sýna ávallt listvefnað sinn og málverk saman hér á landi sem og erlendis. Hildur og Júlíana og mismunandi hugmyndafræði þeirra, sem varð til á mismunandi tímum, hafa áhrif á endurskilgreiningu listgildis vefnaðar.

Samþykkt: 
  • 14.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Lokaeintak BA ritgerð- 13. janúar 2016 Erna Agnes.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna