is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23568

Titill: 
  • Fataval við kistulagningu á Íslandi í nútímanum
  • Titill er á ensku Clothing selection in modern preparation for burial in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni er að leita svara við spurningum um hvernig við klæðum látinn einstakling eftir andlátið sem undirbúning fyrir kistulagningu og útför. Einnig er rýnt í áhrifaþætti sem stjórna fatavalinu. Niðurstaðan er sú að mestu virðist ráða mat aðstandenda, persóna og persónuleiki þess látna. Einnig er fjallað um siði og breytingar á fatasiðum sem virðast vera í farvatninu nú á dögum en jafnframt verður litið til hefða sem virðast þó ekki vera ráðandi við undirbúninginn.
    Reynt er að draga upp heildarmynd af umfjöllunarefninu, út frá heimildum þeim sem stuðst var við, en þær eru helstar bækur og tímarit, dagblöð og spurningaskrá Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands. Einnig var gerð spurningakönnun á netinu auk þess sem höfundur tók samtals sjö viðtöl við prest, útfararstjóra og útfararþjón og einstaklinga sem hafa staðið í þeim sporum að velja klæði á látinn einstakling.
    Rannsóknin skiptist í fimm kafla auk inngangs: Í kafla eitt eru meðal annars skoðuð svör við spurningaskránni af netinu, fjallað um fatnað, líkklæði, dauðann, útfararsiði, kistulagningu, rannsóknarspurningu og efnisskipan. Kafli tvö fjallar um það hefðbundna sem óhefðbundna sem kom í ljós í svörum við spurningaskránni á netinu um val á klæðnaði þess látna. Kafla þrjú er skipt niður í þrjá undirkafla, þar sem sá fyrsti fjallar um persónu og virðingu, annar um hefðir og siði og sá þriðji um breytingar á fatavali. Kafli fjögur er niðurstöðukafli verksins. Þegar búið er að draga saman efni gagna má segja að persónan og virðing fyrir henni ráði miklu um fataval. Hefðir eru aftur á móti ekki ofarlega á baugi þegar velja á klæðnað á látinn einstakling. Einnig má lesa úr gögnum örar breytingar sem eru að verða í vali á klæðnaði látinna, margir virðast hafa horfið frá því að nota hefðbundin líkklæði sem fást keypt hjá útfararstofum, en hafa frekar ákveðið að notað eigin föt þess látna sem hinstu klæði hans.

Samþykkt: 
  • 14.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Anna Bjargey Gunnarsdóttir - FINAL.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Anna.pdf392.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF