Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2357
Innihald þessarar ritgerðar byggist á aðkomu félagsráðgjafar í heilbrigðisþjónustu, með sérstöku tilliti til sálfélagslegra og geðrænna vandkvæða og sjúkdómsvæðingar. Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt samkvæmt lögum um félagsráðgjöf nr. 95/1990 en hugmyndafræði hennar virðist ekki vera ríkjandi innan heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkdómsvæðing virðist tröllríða heilbrigðiskerfum vestrænna þjóða með einkennamiðaðri hugmyndafræði og vaxandi lyfjanotkun. Með vaxandi tækni og betri lyfjum ætti heimsbyggðin að vera heilsuhraustari, en ekkert bendir til þess að heilsu hennar hafi farið batnandi, heldur þvert á móti virðist fólk verða veikara. Hugmyndafræði félagsráðgjafar byggist á heildarsýn og sjálfshjálp. Þegar kemur að sálfélagslegum vanda, geðrænum vandkvæðum og geðsjúkdómum lítur hugmyndafræði félagsráðgjafarinnar svo á að skoða skuli skjólstæðinga út frá sállíkamlegu og félagslegu umhverfi þeirra, en það nær til félagslegra, andlegra og líkamlegra þátta. Með auknum hlut hugmyndafræði félagsráðgjafar innan heilbrigðisþjónustunnar yrði sjúkdómsvæðingu sagt stríð á hendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
done_a_fixed.pdf | 345 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |