en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/23570

Title: 
  • Title is in Icelandic Halldór Laxness og samband hans við þjóðina. Rýnt í samfélagsgagnrýnina í Alþýðubókinni
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Halldór Laxness hélt sem ungur maður til Ameríku með þá hugmynd að gerast handritaskrifari í Hollywood. Hann hélt þangað árið 1927, þá tuttugu og fimm ára að aldri, og sneri heim aftur um áramótin 1930. Ekki varð neitt úr ferli hans í Hollywood, en hann settist niður og skrifaði allmargar greinar um hugðarefni sín þá stundina. Þessar greinar mynda bók sem heitir Alþýðubókin, og kom hún fyrst út árið 1929. Greinar þessar birta miklar skoðanir ungs manns og eru þær skrifaðar af mikilli íþrótt. Hugmyndin að umfjöllun um bók þessa er að sýna aðra hlið á skáldinu Halldóri Laxness, þá róttæku, en hún kann að vera ýmsum í dag nokkuð framandi. Einnig er Alþýðubókin sett í samhengi við leið Halldórs Laxness að verða skáld á íslensku – þjóðskáld.
    Lítilega er sagt frá Halldóri í seinni tíð en síðan er rýnt í Alþýðubókina og grein gerð fyrir að hverjum gagnrýni hans beindist fyrst og fremst og hvaða lausnir hann hafði fram að færa. Hann vílar hvoki fyrir sér að taka fyrir frægar persónur, trúarbrögð og heilu þjóðirnar, en harðast gagnrýnir hann þó allt það sem amerískt er. Halldór sagðist hafa komið heim frá Ameríku sem sósíalisti og eru greinaskrif hans mjög lituð af því.

Accepted: 
  • Jan 14, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23570


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Einar Sigurmundsson.pdf822.94 kBOpenHeildartextiPDFView/Open