Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23572
Ritgerðin fjallar um þá mikla þörf fyrir að stimpla alla hegðun sem fer út fyrir það sem telst „eðlilegt“ með formlegum læknisfræðilegum stimpli eins og ADHD. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem rætt var við foreldra sem hafa verið hvött, og í sumum tilfellum fundið fyrir pressu frá skólanum, til þess að senda barn sitt í formlega greiningu. Einnig var rætt við kennara og geðlækna sem tengdust þó foreldrum á engan hátt. Markmið rannsóknar var að fá sjónarhorn foreldra á hlutverk skólans í sjúkdómsvæðingu barna. Í heildina var um 11 hálf-stöðluð viðtöl að ræða en tekin voru sex viðtöl við fimm fjölskyldur, þrjú viðtöl við kennara og tvö við geðlækna. Lagt var upp með þá spurningu hvert hlutverk skóla væri í sjúkdómsvæðingu hegðunarerfiðleika barna.
Niðurstöður sýna að ákveðin átök geta myndast milli foreldra og kennara, ef þau eru ekki á sama máli um hegðunar erfiðleika barnanna sem um ræðir. Ferlið sem fer af stað getur reynst foreldrum erfitt og upplifa þau pressu frá skólanum að senda barn sitt í greiningu eða jafnvel á lyf sem meðferð. Hlutverk skólans er fyrirferðamikið í greiningarferli barna sem hugsanlega eru með ADHD. Einnig er hlutverk skólans mikilvægt samkvæmt þeim geðlæknum sem rætt var við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerðma.pdf | 1,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_AnnaSoffía.pdf | 397,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |