Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23576
Greinargerð þessi er annar hluti lokaverkefnis míns í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Í verkefninu, Máttur vefsins, íslensk hjátrú í nútímasamfélagi, er íslenskum hjátrúarhefðum miðlað í gegnum veraldarvefinn í formi texta og ljósmynda, auk heimildarþáttarins, Íslensk hjátrú, leikhúshefðir. Markmið verkefnisins er að tengja saman íslenska sögu og menningu og miðla þeim í gegnum framsækna miðla í mismunandi formum.
Í þessari greinargerð er fjallað um íslenska hjátrú og orsakasamhengið hvers vegna Íslendingar eru hjátrúarfullir. Megináherslan verður á tvo samfélagshópa, íþróttir og leikhús. Af hverju eru slíkar hjátrúarvenjur til staðar og hafa þær eitthvað að segja? T.d. ef leikari segir „Macbeth“ í leikhúsi mun honum ganga illa? Skilar það betri árangri fyrir íþróttamann að vera með lukkugrip á sér í keppni?
Einnig verður farið í framkvæmdarþætti verkefnisins allt frá þróun hugmyndarinnar til útfærslu efnisins. Auk þess verður varpað ljósi á miðlunarleiðirnar (vef og þátt) og hvers vegna þær henta þessu viðfangsefni best.
Vefsíðuna má finna á vefslóðinni www.hjatru.is
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vedis _titilsida_mattur_vefsins.pdf | 92.22 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
vedis_greinargerd_hi.pdf | 9.84 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |