is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23578

Titill: 
 • Áhrif fléttuefnisins prótólichesterínsýru á DNA eftirmyndun og DNA viðgerð í briskrabbameinsfrumum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Annars stigs efni úr náttúrunni hafa allt frá upphafi verið helsta uppspretta mögulegra lyfjasprota. Þar á meðal er fléttuefnið prótólichersterínsýra (C19H3204, 324,45g/mól) alífatískur α-metýlen-γ-laktón sem finnst í fjallagrösum (Cetraria islandica). Fjallagrös eru algeng um allt land að undanskildum söndum öræfanna og er vaxtarlag þeirra mjög mismunandi. Helstu annars stigs efnin í fjallagrösum eru prótólichesterínsýra og fumarprótócetraric sýra. Greint hefur verið frá ýmsum líffræðilegum áhrifum prótólichesterínsýru þar á meðal hindrun á lípoxýgenasa, HIV-bakrita, bakteríuhemjandi virkni, m.a. gegn Helicobacter pylori, ásamt því að sýnt hefur verið fram á fjölgunarhemjandi áhrif á krabbameinsfrumur af ólíkum uppruna. Verkunarmátinn hefur ekki verið skilgreindur en vísbendingar um hindrun á S fasa gefa til kynna að fjölgunarhindrandi áhrif prótólichesterínsýru eigi sér stað snemma í frumuhringnum.
  Markmið: Markmið verkefnisins var að kanna hvort prótólichesterínsýra gæti verið DNA pólýmerasa hindri með því að skoða áhrif á DNA viðgerð og DNA eftirmyndun.
  Aðferðir: Áhrif á DNA viðgerð voru skoðuð með því að kalla fram tvíþáttabrot á DNA í briskrabbameinsfrumum með jónandi geislun. Í kjölfarið voru frumur meðhöndlaðar með mismunandi styrk prótólichesterínsýru (2,5 5 og 10) μg/mL í 20 klukkustundir, þá mótefnalitaðar fyrir tváþátta brotum (γH2AX blettum) og greindar í lagsjá. Áhrif á DNA eftirmyndun var skoðuð í tveimur aðferðum í flæðifrumusjá, annars vegar með BrdU innlimun briskrabbameinsfrumna eftir meðhöndlun með mismunandi styrkjum prótólichesterínsýru í 23 klukkustundir og hins vegar með PCNA tjáningu briskrabbameinsfrumna eftir meðhöndlun með mismunandi styrkjum prótólichesterínsýru í 24 klukkustundir.
  Niðurstöður: Marktæk aukning var á fjölda óviðgerðra γH2AX bletta í kjörnum geislaðra frumna eftir meðhöndlun með prótólichesterínsýru í öllum styrkjunum þremur miðað við etanól viðmið. Marktækt lægra hlutfall frumna var í virkri DNA eftirmyndun (S fasa) eftir meðhöndlun með prótólichesterínsýru í styrknum 10μg/mL miðað við etanól viðmið. Aðferðafræðin í tilraunum á PCNA tjáningu þarfnast frekari úrbóta, niðurstöðurnar voru misvísandi og ekki greindar frekar.
  Umræður og ályktanir: Niðurstöður verkefnisins benda til þess að prótólichesterínsýra hafi hamlandi áhrif á viðgerð tvíþátta DNA brota eftir jónandi geislun. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að prótólichesterínsýra hamli DNA eftirmyndun og er líklegt að áhrifin séu bein þar sem fyrri rannsóknir gefa til kynna að prótólichesterínsýra hafi ekki áhrif á stjórn frumuhrings. Þessar niðurstöður styðja tilgátu okkar að prótólichesterínsýra gæti verið DNA pólýmerasahindri, en hins vegar getum við ekki ályktað um það á þessari stundu og þyrfti að staðfesta það með beinum mælingum á DNA pólýmerasa.

Samþykkt: 
 • 15.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlíf Mastersritgerð-Final.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Hlíf.pdf427.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF