is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23579

Titill: 
  • „Enda hefi ég ætlað, hvert hann skal fara.“ Greining á landslagi og siðareglum riddara í Mírmanns sögu og Sir Gawain and the Green Knight
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni eru bornar saman tvær riddarasögur, annars vegar mið-enska riddarasagan Sir Gawain and the Green Knight og hins vegar Mírmanns saga sem er frumsamin íslensk riddarasaga. Litið er á birtingarmyndir siðareglna riddarans innan beggja þessara sagna og þær bornar saman. Í framsetningu á siðareglunum kemur fram gagnrýnin afstaða beggja höfunda. Báðir nota þeir samskipti kynjanna til að gagnrýna hugmyndafræðina sem liggur siðareglunum til grundvallar. Þeirri gagnrýni er fylgt eftir seinna í sögunum. Með því að beita formgerð riddarasögunnar og stílbrögðum innan frásagnarinnar, varpa báðir höfundar ljósi á ósamræmi innan siðareglnanna sem dýpkar gagnrýni þeirra á hugmyndafræði riddarans.
    Í framhaldinu tekur við greining á notkun beggja höfunda á landslaginu og ferðalaginu innan þess. Í þeirri greiningu koma fram hliðstæður í notkun á landslagi, sérstaklega ef litið er til birtingarmynda tilfinninga í ferðalaginu og landslaginu. Samanburðurinn á ferðalögum innan beggja sagna byggist á tveim kenningum sem koma úr ólíkum áttum. Annars vegar hugmyndum Mary Carruthers um flæði (lat. ductus) innan ritverka og hins vegar kenningum Tims Ingold um flakk (e. wayfaring) í gegnum landslag. Sýnt er fram á hvernig báðir höfundar notfæra sér ferðalagið til þess að setja fram tilfinningar persóna. Enn fremur eru tilfinningar tengdar umhverfislýsingum og formlegum þáttum í byggingu sagnanna, sem rennir frekari stoðum undir greininguna.

    Samanburðurinn á gagnrýni höfunda á siðareglur riddarans og notkun þeirra á landslaginu sýnir fram á, að í báðum sögum má finna markvissa vinnu með hugmyndirnar. Sú vinna styrkir þá skoðun að báðar sögur hafi verið skrifaðar með ákveðna höfundarætlan (e. intent) í huga. Í lok ritgerðarinnar er varpað fram spurningum um menningartengsl Íslands og Bretlands á miðöldum.

Samþykkt: 
  • 15.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri M. Kristjánsson.pdf612.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna