is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23584

Titill: 
 • Titill er á spænsku Gibraltar: Un territorio bilingüe
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Gíbraltar er 7 km2 landsvæði í eigu Bretlands syðst á Íberíuskaganum við landamæri Spánar. Þetta örsmáa landsvæði er eina svæðið í Evrópu þar sem enska og spænska mætast. Í þessu verkefni verður gert grein fyrir þeirri tungumálastöðu sem ríkir í Gíbraltar. Íbúar svæðisins eru taldir tvítyngdir á ensku og spænsku en einnig notast þeir við táknvíxlun eða cambio de código.
  Í fyrsta kafla verður fjallað um sögulega atburði sem haft hafa mestu áhrif á tungumálið á svæðinu, til dæmis Spænska erfðastríðið sem lauk með undirskrift Utrecht-samningsins árið 1713. Þó svo að enska hafi verið opinbert mál Gíbraltar síðan 1713 breytust tungumálavenjur íbúa Gíbraltar lítið fyrstu 200 árin. Þar til á 20. öld voru það helst breskir hermenn og starfsmenn hins opinbera sem notuðu ensku í Gíbraltar. Í kjölfar Spænska borgarastríðsins (1936-1939) flosnaði upp úr sambandi Spánar og Gíbraltar, sem batnaði ekki er Franco lýsti yfir stuðningi sínum við Hitler.
  Í Seinni heimsstyrjöldinni sendu Bretar hermenn til Gíbraltar og var meirihluti almennra gíbralskra borgara sendur til Bretlands, Madeira og Tanger. Margir þessara íbúa komust þá í fyrsta sinn í kynni við breska menningu og ensku, og snéru margir hverjir aftur til Gíbraltar. Lokun landamæranna (1969-1982) og áreiti frá Franco-stjórninni sem ríkti á Spáni varð til þess að samband Gíbraltar við Spán varð óvinveitt. Nálægð Gíbraltar við Spán myndar snertiflöt tungamála (language contact). Í öðrum kafla er rýnt í hugtök eins og tvítyngi tökuorð og tengingu þeirra við Gíbraltar.
  Í þriðja kafla er farið yfir ýmsar breytur, svo sem fjölskyldu, kyn og umhverfi í tungumálamenningu Gíbraltar.
  Að lokum fjalla ég svo um tökuorð og önnur einkenni daglegs tals íbúa Gíbraltar.

Samþykkt: 
 • 16.1.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla Lára Ólafsdóttir.pdf349.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna