en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23590

Title: 
  • Title is in Icelandic Hán Orlando: Birtingarmynd kyngervis og kynverundar í Orlando, skáldsögu og kvikmynd
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerð þessari er fjallað um skáldsöguna Orlando eftir Virginiu Woolf og samnefnda kvikmynd eftir Sally Potter. Skoðað er hvernig hugmyndir þeirra um kyngervi og kynverund eru settar fram í hvoru verki fyrir sig. Aðalsögupersónan Orlando er í báðum verkum notuð til þess að kanna muninn á körlum og konum og hversu mikið af eiginleikum hvors kynsins tengist annars vegar kynferði (líffræðilegum eiginleikum) eða hins vegar kyngervi (samfélagslega og menningarlega sköpuðu eiginleikum). Persónan Orlando er tilvalin til þess þar sem hún breytir um kynferði á miðri ævi og hefur því innsýn og reynslu af því að vera bæði karl og kona. Ýmis hugtök tengd efninu eru skilgreind, þau skoðuð út frá kenningum Judith Butler og hvernig þau tengjast umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Texti skáldsögunnar Orlando: A Biography er í framhaldinu greindur með hliðsjón af kyngervi og kynverund. Kannað er hvernig mismunandi leiðir eru notaðar innan textans, svo sem orðræða, persónur og lýsingar, til þess að fjalla um þemu verksins. Að lokum er kvikmyndin Orlando borin saman við skáldsöguna og hvaða leiðir mismunandi miðlar hafa til þess að fjalla um sömu eða svipuð málefni. Höfundar verkanna notuðu sama grunn til þess að koma sínum hugmyndum og samfélagslegu spurningum á framfæri en gera það þó á ólíkan hátt. Niðurstöður beggja eru þær að Orlando er fyrst og fremst mannvera með sína eiginleika og sitt sjálf, burt séð frá því hvert kynferðið er. Titill ritgerðarinnar er sóttur í íslenskt nýyrði sem er fornafnið hán. Það er notað yfir fólk sem vill ekki flokka sig til annars hvors hinna hefðbundnu kynja.

Accepted: 
  • Jan 18, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23590


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Embla Sól Þórólfsdóttir (1).pdf580.05 kBOpenHeildartextiPDFView/Open