is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23596

Titill: 
  • Baráttan gegn málvillum. Skilar hún árangri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræðan um rétt og rangt íslenskt mál á sér langa sögu sem hóst með tilkomu prentverks hér á landi en varð fyrst hávær með tilkomu sjálfstæðisbaráttunnar. Það var ekki síst innleiðing skólakerfisins sem mótaði íslenskan málstaðal, sem hefur haldist að miklu leyti óbreyttur síðan hann var myndaður á nítjándu öldinni. Baráttan gegn erlendum áhrifum og villum í málfari Íslendinga virðist engan endi ætla að taka, en sem dæmi hefur verið barist gegn hinni svokölluðu þágufallssýki í hartnær hundrað ár án þess að tilætluðum árangri hafi verið náð. Þó er varla að finna kennslubók í íslenskri málfræði sem ekki brýnir fyrir nemendum notkun þolfallsfrumlags með sögnum á borð við að langa. Hvernig stendur á þessu? Skilar baráttan gegn málvillum sér inn í málvitund meðal Íslendingsins?
    Í tilraun til þess að svara þeirri spurningu lagði ég könnun fyrir tuttugu einstaklinga af tveimur mismunandi aldursbilum. Eldri þátttakendur voru á bilinu 50-70 ára, en þeir yngri 18-30 ára. Þátttakendur lásu tveggja blaðsíðna texta með tíu gerðum málvillna og strikuðu undir allt sem þeir töldu vera rangt mál. Þessar villur eru allar algengar í íslensku máli, en meðal annars er um að ræða þágufallshneigð, nýju þolmyndina og eignarfallsflótta, svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin var með öðrum orðum að athuga hvort hinn almenni málnotandi átti sig á þessum málfarsatriðum í rituðum texta og flokki þau sem rangt mál. Eldri hópurinn kom betur út í öllum villugerðunum nema einni. Skýr munur er t.a.m. eftir aldri í flokkum þágufallshneigðar og notkunar þriðju persónu myndar sagnarinnar að vilja þar sem fyrsta persóna ætti heima, þ.e. „ég vill“. Athygli vakti að nær enginn þátttakandi úr aldurshópnum tveimur setti út á ranga fallmynd frændsemisorðanna móðir og systir, þ.e. „að passa litlu systir sína“. Auk þessa má nefna að yngri konur fengu talsvert betri niðurstöður en yngri karlar, en eldri karlar fengu betri niðurstöður en eldri konur.

    Niðurstöðurnar eru um margt áhugaverðar, en vegna þess hve þátttakendur voru fáir ber að taka þeim með nokkrum fyrirvara. Það væri verðugt verkefni að vinna efnið nánar í áframhaldandi rannsóknarvinnu og hvet ég eindregið til þess að það verði gert.

Samþykkt: 
  • 19.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BarattanGegnMalvillum_SteinunnRutFridriksdottir.pdf3.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna