is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23601

Titill: 
  • Hamlet í 101 og Don Kíkóti á Króknum: Umfjöllun og greining á persónunum Hlyni Birni í 101 Reykjavík og Bödda Steingríms í Roklandi eftir Hallgrím Helgason
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hallgrímur Helgason (f. 1959) er löngu orðinn þekkt persóna í íslensku þjóðlífi. Hann hefur gert margt í fyrir menningarlíf landsins en hann hefur meðal annars haldið myndlistarsýningar, skrifað uppistand, ort ljóð, skrifað skáldsögur og þýtt ýmis samtímaverk. Verk Hallgríms eru eins mismunandi og þau eru mörg en það eina sem búast má við sem fasta í verkum hans eru litríkar persónur og hnyttinn stíll sem er skemmtilega yfirfullur af stuðlum og orðagríni. Hallgrímur segist sjálfur vera póstmódernisti og í þessari ritgerð verður reynt að útskýra hvað felst í þeirri staðhæfingu. Það verður meðal annars gert með því að líta yfir höfundarferil Hallgríms. Einnig verða nokkrar lykilskilgreiningar póstmódernismans skoðaðar og athugað verður hvort einhver af þeim eigi við um Hallgrím og verk hans. Þá verður einnig skoðað hvernig hann nýtir bókmenntahefðina sem efnivið í skáldskap sinn en í því tilliti verður aðallega litið til aðalpersóna tveggja skáldsagna Hallgríms, en það eru Hlynur Björn úr 101 Reykjavík og Böddi Steingríms úr Roklandi. Hlynur Björn og Böddi Steingríms verða greindir, meðal annars með hjálp kenningarinnar um frásagnarspegla, og þeir loks bornir saman. Að lokum verður litið á fyrirmyndir Hlyns Björns og Bödda úr bókmenntahefðinni en þeir eru Hamlet danaprins og Don Kíkóti. Grein rússneska rithöfundarins Ivans Turgenev um Hamlet og Don Kíkota verður skoðuð og athugað verður hvort einhver líkindi séu með þessum persónum Hallgríms og fyrirmyndum þeirra úr bókmenntahefðinni.

Samþykkt: 
  • 19.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Lokaeintak BA ritgerð.pdf683.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna