is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23603

Titill: 
  • Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru verk Doru Maar (1907-1977) og Pablo Picasso (1881-1973) sem greind eru út frá kynjafræðilegri aðferðafræði og mun ég skoða skrif og texta helstu fræðimanna á því sviði. Í upphafi leiði ég augum að goðsögninni um hinn mikla listamann og áhrif hennar á stöðu kvenna innan listasögunnar. Þá fjalla ég einnig um myndlistarkennslu kvenna fyrr á öldum og um misjöfn tækifæri karla og kvenna til listnáms. Í 3. kafla kanna ég muninn á handverki og list og velta fyrir mér ástæðunum fyrir því að verk kvenna eru metin síðri en verk karla. Ég mun ræða um listagyðjur og fyrirsætur listamanna, velta fyrir mér hverjar þær voru og ástæðurnar að baki því að þær sátu fyrir. Þá rýni ég í orðræðuna um konur í listasögunni og hvernig verk þeirra hafa verið skilgreind út frá kyni. Í 4. kafla mun ég fjalla um listakonuna Doru Maar, sem þekktust er fyrir að hafa verið ástkona og listagyðja Picasso um tíma. Af þeim sökum hefur lengi hefur verið horft framhjá listköpun hennar og mun ég ræða um helstu verk hennar sem og samband hennar við Picasso. Þá greini ég verk eftir Picasso af Doru Maar og Marie-Thérèse Walter og skoða að hvaða leiti þau eru ólík eftir því hvor konan var viðfangsefnið. Í lokin skoða ég mínótárinn í verkum Doru Maar og Picasso, hvernig hann verður birtingarmynd fyrir sjálfsálit Picasso og átökin á milli þeirra tveggja, sem listamenn og elskendur.

Samþykkt: 
  • 19.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-Maríanna leiðrétt 1401016.pdf1,99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna