is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23612

Titill: 
  • Neysla og nægjusemi: Um siðfræði neysluhyggju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður uppruni og rót neysluhyggjunnar rannsökuð, sem og áhrif hennar á menn og konur. Neysluhyggja er áberandi afl í nútíma samfélögum. Neysla snýst ekki lengur eingöngu um lífsafkomu og nauðsynjavörur heldur einkennist hún nú orðið af munaðarvörum. Einnig er ljóst að af neysluhegðun mannkyns stafar mikil hætta, bæði varðandi heilbrigði samfélaga sem og heilbrigði jarðarinnar. Því hljótum við að spyrja okkur hvers vegna neysla heldur áfram að aukast í stað þess að minnka.
    Litið verður til kenninga Thorstein Veblen og Jean Baudrillard um uppruna og rót neysluhyggjunnar. Í kjölfar þeirra verður siðleg staða neysluhyggjunnar skoðuð, bæði út frá því sem kenningar þeirra segja og því sem bæta má við gagnrýni þeirra, þ.e. annarra afleiðinga og áhrifa neysluhegðunar manna. Einnig verður, út frá þvi fordæmi sem Sókrates setur með því að tileinka líf sitt heimspeki, þróað andsvar við neysluhegðun nútíma manna.

Samþykkt: 
  • 20.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Neysla og nægjusemi.pdf167,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna