en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23616

Title: 
 • Title is in Icelandic Fagur en fjarlægur sósíalismi. Viðhorf og tengsl íslenskra sósíalista við Alþýðulýðveldið Kína 1949–1971
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Árið 1949 sigruðust kínverskir kommúnistar á þjóðernisherjum Chiang Kai-shek og stofnuðu í kjölfarið Alþýðulýðveldið Kína. Áhugi íslenskra sósíalista á þessum fréttum og afleiðingum þeirra fyrir kínverskt þjóðfélag var mikill. Árið 1953 var stofnað hið Kínversk-íslenska menningarfélag og átti það að styrkja bein tengsl ríkjanna. Yfir næsta áratug fóru til Kína sendinefndir, bæði á vegum Kínverska kommúnistaflokksins og undir formerkjum menningarsamskipta. Jafnframt settist einn ungur íslenskur sósíalisti á skólabekk í Pekíng á árum „stóra stökksins fram á við“. Þeir aðilar sem unnu helst að þessum samskiptum voru margir hverjir forystumenn íslenskra sósíalista og töldu þeir að mikilvægt væri að byggja brú milli landanna í ljósi þess að Ísland viðurkenndi ekki hina nýju stjórn í Pekíng. Slík viðurkenning á kommúnistastjórninni varð að áhugamáli íslenskra sósíalista og var
  umræðuefnið tekið upp endrum og eins.
  Í þessari ritgerð er fjallað um viðhorf íslenskra sósíalista gagnvart Alþýðulýðveldinu Kína og tengsl þeirra við landið á árunum 1949–1971. Rannsóknin byggir að miklu leyti á beinum rituðum heimildum íslenskra sósíalista, bréfasöfnum þeirra, dagblöðum og tímaritum. Þá er notast við sérhæfðar erlendar heimildir til að setja fram sögulegan bakgrunn. En út frá pólitísku sjónarhorni er sýnt fram á hvernig framgangur alþjóðahreyfingar kommúnismans hafði áhrif á hvernig afstaða íslenskra sósíalista breyttist á þessum árum gagnvart Kína. Jafnframt er dregin upp mynd af viðbrögðum íslenskra sósíalista og annara við þróun innanríkismála í Alþýðulýðveldinu. Sýnt er fram að á hvernig afneitun Sovétríkjanna á arfleið Stalín árið 1956 og deila Kínaverja og Sovétmanna upp úr 1960 endurskilgreindi sýn íslenskra sósíalista gagnvart Kína. Einnig hvernig hin svokallaða menningarbylting Mao formanns og batnandi samskipti Kína við Bandaríkin undir lok 7. áratugs þrengdu enn frekar að aðdáun íslenskra sósíalista á landinu. Jafnframt er rakið hvernig þróunin á beinum tengslum milli íslenskra sósíalista við Kína breyttist í gegnum tímabilið.

Accepted: 
 • Jan 20, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23616


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fagur en fjarlægur sósíalismi. Viðhorf og tengsl íslenskra sósíalista við Alþýðulýðveldið Kína 1949–1971.pdf680.6 kBOpenHeildartextiPDFView/Open