is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23617

Titill: 
  • Rödd Harrietar Taylor Mill. Heimspeki róttækrar ungrar konu á 19. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um heimspeki Harrietar Taylor Mill. Harriet var virkur samstarfsfélagi heimspekingsins Johns Stuarts Mill en að mestu leyti hefur verið fjallað um hana sem einhverskonar neðanmálsgrein í lífi hans. Í ritgerðinni er ítarlega fjallað um hugmyndir hennar um menntun kvenna og hjónabönd auk borgararéttinda kvenna. Harriet var róttækur femínisti og frjálslynd í pólitík. Hún trúði því að frelsi kvenna væri forsenda þess að samfélagið gæti blómstrað fyllilega.
    Í ritgerðinni er sagt frá hugmyndum hennar um félagsmótun barna og hvernig börnum er kennt að haga sér eftir líffræðilegu kyni. Auk hugmynda hennar um félagsmótun kyngerva leit hún svo á að vegna þessarar félagsmótunar hefði myndast vani í samfélaginu fyrir yfirráðum karla. Harriet fjallaði um það hvernig stéttabarátta og kvennabarátta væru samofnar og að til að ná fram breytingum gæti ekkert dugað til nema allsherjarbylting.
    Harriet fléttar saman hugmyndum sínum um menntun, hjónabönd, kynlíf, stéttaskiptingu og uppeldi svo úr verður falleg og réttlát kenning um frelsi og valdskiptingu. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að kúgun kvenna liggur í hefðum sem eru ekki tilkomnar vegna einstaklinga heldur vegna afturhaldsemi, fordóma og vanagangs. Konur eru ekki frjálsar á meðan að eina leið þeirra er í hjónaband. Konur eru eign manna sinna ef jafnrétti ríkir ekki á milli hjóna. Konur eru söluvarningur ef þær fá ekki að mennta sig að vild. Með frelsun kvenna gæti samfélagið loks þróast úr ástandinu þar sem karlar fara með öll völd því jafnrétti kynjanna er réttlæti.

Samþykkt: 
  • 20.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rödd Harrietar Taylor Mill.pdf519.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna