is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2362

Titill: 
 • Fjölsykrur úr þörungum af Reykjanesskaga. Einangrun, magngreining og greining á einsykru samsetningu
 • Titill er á ensku Polysaccharides ectracted from algae originally from Reykjanes. Isolation, quantitative determination and monosaccharide analysis
Titill: 
 • Polysaccharides extracted from algae originally from Reykjanes--isolation, quantitative determination and monosaccharide analysis
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Áhugi matvæla-, snyrtivöru- og lyfjaiðnaðarins á fjölsykrum einangruðum úr örverum hefur aukist á undanförnum árum. Stafar þessi aukni áhugi af því að sýnt hefur verið fram á að fjölsykrur af örveruuppruna hafa kosti fram yfir fjölsykrur úrhlutaðar úr plöntum eða sjávarþara. Markmið verkefnisins var að finna hentuga úrhlutunaraðferð til úrhlutunar á fjölsykrum úr lífmassa blágrænþörunga og kísilþörunga. Einnig að ákvarða magn fjölsykranna í frumumassa og floti þörunganna við mismunandi ræktunaraðstæður og greina einsykrusamsetningu fjölsykranna sem þörungarnir framleiða við mismunandi aðstæður.
  Efniviður og aðferðir: Úrhlutun fjölsykranna úr frumumassa þörunganna var framkvæmd með vatni, sýru og basa. Við ákvörðun á magni fjölsykranna var notað fenól-brennisteinssýrupróf og staðalkúrfa af glúkósa notuð við útreikninga á magni þeirra. Einsykrusamsetning fjölsykranna var ákvörðuð með háþrýstianjónskiptasúlu tengdri straumpúlsmæli (HPAE-PAD).
  Niðurstöður og umræður: Niðurstöður verkefnisins benda til þess að kúlulaga og þráðlaga blágrænþörungar losi meira af fjölsykrum út í flotið þegar þeir eru ræktaðir í litlu eða engu æti samanborið við þá sem ræktaðir voru í meira æti. Hlutfallslegt magn fjölsykra í frumumassa þráðlaga blágrænþörunganna var hærra hjá þeim sem voru ræktaðir í 0,1% æti samanborið við þá sem ræktaðir voru í 1% æti. Einnig gáfu niðurstöður til kynna að einsykrusamsetning fjölsykranna breyttist við mismunandi ræktunarskilyrði þ.e.a.s. fjölsykrur úrhlutaðar úr frumumassa þráðlaga blágrænþörunga sem ræktaðir voru í 1% æti innihéldu glúkúronsýru, sem ekki var að finna í fjölsykrum úr frumumassa þörunganna sem voru ræktaðir í 0,1% æti.
  Þegar kísilþörungurinn Melosira var ræktaður við mismunandi ljósstyrk kom í ljós að hann losaði meira af fjölsykrum út í flotið eftir því sem ljósstyrkurinn var minni. Aftur á móti var hlutfallslegt magn fjölsykra í frumumassa þörunganna hærra hjá þeim sem ræktaðir voru við hærri ljóssstyrk en hjá þeim sem ræktaðir voru við hærri ljósstyrk.
  Ályktanir: Framleiðslu fjölsykra í frumum þörunganna og losun þeirra út í umhverfið er unnt að stýra með því að breyta ræktunarskilyrðum svo sem magn ætis og ljósstyrk.

Samþykkt: 
 • 30.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölsykrur úr þörungum af Reykjanesskaga-einangrun, magngreining og greining á einsykrusamsetningu.2.pdf3.04 MBLokaðurMeginmálPDF
Fjölsykrur úr þörungum af Reykjanesskaga-einangrun, magngreining og greining á einsykrusamsetningu.pdf176.71 kBLokaðurForsíðaPDF