is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23621

Titill: 
  • Frá sjónarhorni náttúrunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tengsl siðfræði við líffræði eru ef til vill ekki augljós, en þegar vel er að gáð verður ekki annað séð en að þau séu hvort tveggja sterk og mikilvæg. Maðurinn er lífvera sem lýtur lögmálum líffræðinnar og hefur sem slíkur ýmsar eðlislægar langanir, tilfinningar og hneigðir. Þessi líffræðilegu einkenni hafa þróast í gegn um aldirnar, meðal annars fyrir tilstuðlan þróunar og náttúruvals, og lita að einhverju marki siðferðisvitund okkar.
    Í ritgerðinni er fjallað um siðfræði með það fyrir sjónum að varpa ljósi á hvaða áhrif þróun og aðlögun mannann hafa á siðferði þeirra. Markmið ritgerðarinnar er ekki að setja fram sjálfstæða kenningu eða reyna að komast að ótvíræðri niðurstöðu, heldur einungis að fjalla þá mismunandi þætti sem felast í sambandi siðfræði við hina náttúrulegu eiginleika mannsins.
    Ritgerðinni er skipt í fjóra hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um þau tengsl sem finna má á milli boðandi krafts siðfræðinnar og staðreynda um umheiminn, ásamt þeim takmörkum sem í tengslunum felast. Í öðrum hluta er fjallað um þær þróunarlegu forsendur sem gætu staðið að baki siðferði mannanna. Í þriðja hluta ritgerðarinnar eru svo tvær siðfræðikenningar kynntar til sögunnar sem nálgast siðfræði frá náttúrulegu sjónarhorni. Það eru kenningar þeirra Daniels Dennett og Michaels Ruse, sem báðir hafa hafnað hinum boðandi krafti siðalögmála og leitast eftir að útskýra siðferði mannanna með tilvísun til náttúrulegs eðlis þeirra. Samkvæmt kenningu Dennetts ættum við að hætta leit okkar að algildum siðalögmálum og beina sjónum okkar þess í stað að því hvernig ákvarðanir eru teknar í raunverulegum aðstæðum. Kenning Ruse fjallar aftur á móti um það af hverju svo sé að mönnunum finnist þeir, þegar upp er staðið, bera skyldur til ákveðinna verka þrátt fyrir að slíkar skyldur séu óhugsandi. Í fjórða hluta niðurstöður og ályktanir ritgerðarinnar kynntar.

Samþykkt: 
  • 20.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fra_sjonarhorni_natturunnar.pdf505.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna