Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23622
Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
Í henni er fjallað um stöðu íslensks máls gagnvart hinum margvíslegu tækninýjungum og reynt að leggja mat á það hvort íslenska eigi á hættu svokallaðan „stafrænan dauðdaga,“ þ.e. að verða ekki áfram gjaldgengt mál í tölvuheimum, á netinu og í snjalltækjum.
Sérstaklega verður fjallað um máltækni, tæknina við meðferð tungumálsins í tölvum og hugbúnaði, og hvort hún sé komin nógu langt á veg til þess að tryggja framtíð málsins á tölvuöld. Undir máltækni falla meðal annars fyrirbæri á borð við þýðingavélar og talgreinar, sem verða sífellt víðtækari í notkun og þurfa að „kunna” íslensku ef við eigum ekki að þurfa að reiða okkur á önnur tungumál í mun meiri mæli á komandi árum.
Tiltölulega fámennur hópur fólks hefur unnið mikilvægt grundvallarstarf á sviði íslenskrar máltækni á undanförnum árum og margar spennandi nýjungar eru handan við hornið. Betur má þó ef duga skal og mikla vinnu og fjármuni mun þurfa á næstu árum til þess að tryggja að íslenskan verði ekki skilin eftir þegar önnur tungumál hefja sig upp á hið stafræna svið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.pdf | 240,43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |