is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23626

Titill: 
  • Heimspekingur framtíðarinnar og hinn uppljómaði. Svör Nietzsche og zen búddisma við spurningunum hvað ber að gera? og hvernig er veruleikanum háttað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég bera saman hugmynd Nietzsches í riti hans Handan góðs og ills um ,,heimspeking framtíðarinnar“ við ,,hinn uppljómaða“ einstakling zen búddismans í þeirri viðleitni að svara hinni siðferðilegu spurningu ,,hvað ber mér að gera?“. Óhjákvæmilega mun ég einnig velta upp spurningunni um eðli veruleikans, „hvernig er veruleikanum háttað?“ en bæði hjá Nietzsche og í zen búddisma eru færð rök fyrir því að siðferði og verufræði séu órjúfanleg heild. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verða kenningar Nietzsches í Handan góðs og ills útlistaðar og gerð grein fyrir hugmynd hans um ,,heimspeking framtíðarinnar.“ Því næst fylgir umfjöllun um zen búddisma og skýringar á því hvað zen búddismi kallar ,,uppljómaðan einstakling“. Í seinni hlutanum mun ég skoða hvernig þessar tvær verur, ,,heimspekingur framtíðarinnar“ og ,,hinn uppljómaði einstaklingur“ svara spurningunum ,,hvað er?“ og ,,hvað ber mér að gera?“ og spyrja: eru einhver líkindi í svörum þeirra tveggja? Ég færi rök fyrir því að í svörum þeirra beggja virðist felast sú niðurstaða að hugtekning raunveruleikans sé ómöguleg, tungumálið nær aldrei yfir það sem er í sífelldri verðandi og er því ekkert svar við því ,,hvað beri að gera“. Ég sýni einnig fram á önnur líkindi sem mætti segja að felist í praktískri nálgun þeirra beggja við að kynnast persónulegri afstöðu sinni til veruleikans og þ.a.l. komast í kynni við eigið sjónarhorn til lífs og gjörða.

Samþykkt: 
  • 21.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ari Frank.pdf946.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna