Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2364
Þegar lýðræðisvæðing heimsins er skoðuð í landfræðilegu samhengi er augljóst að Mið-Austurlönd eru að dragast aftur úr hvað þróun undanfarinna áratuga varðar. Ríki heimsins sem áður reistu pólitískar stoðir samfélagsins á einræðishyggju eru í auknum mæli að snúa sér að lýðræðislegum stjórnarháttum. Þráhyggja vestrænu heimsveldanna í þessum efnum var orsök þess að nú glímir Írak við mesta viðsnúning í opinberum stjórnarháttum í sögu landsins. Fræjum lýðræðis hefur verið sáð, en spurningunni hvort pólitísk menning Íraks og islamska trúin eigi í raun samleið með vestrænu hugsjóninni er ósvarað. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þá lýðræðisþróun er átt hefur sér stað í Írak eftir innrás Bandaríkjahers þar árið 2003, sem og að svara því hvort að tekist hefur að koma á lýðræði í Írak. Megin niðurstöður eru að tekist hefur að koma á lýðræði í Írak að hluta til og vissir þættir lýðræðislegs stjórnarfars er þar að finna. Þó er mikið verk óunnið og enn er langt í það að Írak teljist frjálslynt lýðræðisríki af vestrænni fyrirmynd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
loka_fixed.pdf | 375.49 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
stjornmalafr____i_fixed.pdf | 481.62 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |