is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23640

Titill: 
  • Tengsl félagsefnahagslegrar stöðu ungmenna og virkar þátttöku í skólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólaganga er mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og námsárangur hefur mikið að segja um heilsu og lífsgæði síðar meir. Virk þátttaka í skólastarfi er eiginleiki nemenda sem nær yfir hegðun, tilfinningar og hugsun nemenda um skólann og mikilvægi hans og tengist sterkt námsárangri og brottfalli úr skóla. Margir þættir í fari einstaklinga og í umhverfinu hafa áhrif á virka þátttöku í skólastarfi, meðal annars félagsefnahagsleg staða fjölskyldunnar. Félagsefnahagsleg staða fjölskyldunnar er skilgreind sem menntun, atvinna og tekjur forráðamanna fjölskyldunnar. Rannsóknir sýna að nemendur frá fjölskyldum með lága félagsefnahagslega stöðu eru líklegri til að taka ekki virkan þátt í skólastarfi. Í þessari rannsókn var kannað hvort menntun móður og föður, atvinnuþátttaka móður og föður og fjöldi bóka á heimili tengdust virkri þátttöku íslenskra nemenda í 9. bekk (n=454) en tilgátan var að nemendur með lága félagsefnahagslega stöðu væru með lægri virka þátttöku í skólastarfi. Spurningalisti var lagður fyrir í byrjun og við lok 9. bekkjar og marghliða aðfallsgreining notuð til að greina gögnin. Tilgátan stóðst. Menntun móður, atvinnuþátttaka móður og fjöldi bóka á heimili tengdust virkri þátttöku þegar áhrifum annarra breyta var haldið stöðugum. Menntun föður og atvinnuþátttaka föður tengdust hins vegar ekki virkri þátttöku. Möguleg ástæða þessa er að mæður séu enn megin umönnunaraðilar barna og hafi því meiri áhrif á skólagöngu þeirra heldur en feður. Foreldrar eru helstu leiðbeinendur barna sinna í gegnum skólagönguna og hafa áhrif á virka þátttöku þeirra í skólastarfi. Nauðsynlegt er því að skólar komi á jákvæðum samskiptum við heimili með lága félagsefnahagslega stöðu og virki foreldra í skólagöngu barna sinna. Samfélagið getur einnig stuðlað að aukinni hlutdeild foreldra í skólagöngu barna sinna með styttingu vinnudagsins og gefið foreldrum þannig meiri tíma aflögu með börnum sínum.

Samþykkt: 
  • 28.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Elín Broddadóttir.pdf692.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Elín.pdf406.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF