is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23648

Titill: 
  • Varphættir æðarfugls (Somateria mollissima) og afrán á hreiðrum í Breiðafirði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Æðardúnn er verðmæt útflutningsvara og dúntekja mikilvæg tekjulind fyrir marga landeigendur. Með því að lágmarka afrán á hreiðrum æðarfugls (Somateria mollissima) má bæta afrakstur og nýtingu dúns. Rannsókn þessi lagði mat á tengsl nokkurra þátta við tíðni afráns og hvaða afræningjar væru mest áberandi í æðarvörpum í fimm eyjum á sunnanverðum Breiðafirði. Þeir þættir sem voru skoðaðir voru umhverfi hreiðurstæðis, upphafsdagsetning álegu, nálægð við varp mögulegra afræningja, skjól hreiðurstæðis, fjöldi eggja í hreiðri og tíðni heimsókna afræningja að hreiðri. Æðarvörp voru heimsótt tvisvar á varptíma, auk þess sem notaðar voru myndavélar búnar hreyfiskynjurum til að fylgjast með hreiðrunum.
    Af 178 hreiðrum í rannsókninni voru 29 (16%) rænd árin 2014 og 2015. Afræningjar sem til sást voru svartbakur (Larus marinus) og hrafn (Corvus corax). Afrán var marktækt minna á hreiður í ætihvönn (Angelica archangelica) miðað við annað umhverfi. Seinni hluta varptímans hylur hvönnin hreiðrin og byrgir þar með flugafræningjum sýn ofan frá.
    Hreiður voru marktækt líklegri til að vera rænd ef verpt var í þau snemma á varptíma en afrán minnkaði þegar á leið. Líkleg skýring er að í byrjun varptíma voru hlutfallslega fleiri afræningjar á hvert hreiður, gróður lítið vaxinn og lítil vörn af nærliggjandi kollum og máfum.
    Afræningjar heimsóttu marktækt oftar hreiður sem síðar voru rænd, eða að meðaltali 1,7 sinnum á dag, en einungis 0,7 sinnum hreiður þar sem ungar klöktust. Mögulegt er að afræningjar heimsæki hreiður sem þeir vita um til að reyna að fæla kollur af þeim og ná þannig eggjunum.

Samþykkt: 
  • 29.1.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Varphættir æðarfugls og afrán á hreiðrum í Breiðafirði.pdf1,57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna