en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2365

Title: 
  • is Börn og fátækt: Staða barna í íslenska velferðarkerfinu
Abstract: 
  • is

    Árið 2006 mældust 10% barnafjölskyldna undir lágtekjumörkum hér á landi eins og þau eru skilgreind samkvæmt Evrópusambandinu og er það svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. Viðfangsefni þessarar ritgerðar var annars vegar að greina stöðu þekkingar á barnafátækt hér á landi og hins vegar að kanna úrræði íslenska velferðarkerfisins og hvernig það kemur til móts við þarfir barnafjölskyldna.
    Helstu niðurstöður benda til þess að ástæður barnafátæktar megi helst rekja til breytinga á atvinnuþátttöku foreldra, fjölskyldugerð auk þjónustu og bótum velferðarkerfisins. Velferðarkerfið styður barnafjölskyldur í að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf sem fyrirbyggir og dregur úr fátækt. Áherslur velferðarkerfisins eru mismunandi og ræðst framfærsla barna eftir því hvort foreldri sé á atvinnuleysisbótum, örorkubótum eða sjúkradagpeningum, en ætla má að öll börn þurfi á sömu lágmarks framfærslu að halda.
    Fátækt getur meðal annars takmarkað þátttöku barna í samfélaginu og til að geta metið áhrif hennar á börnin er mikilvægt að einnig leitað sé til barna í rannsóknum á barnafátækt.

Accepted: 
  • Apr 30, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2365


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
4pdt_fixed[1].pdf502.93 kBLockedHeildartextiPDF