is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23653

Titill: 
  • Erfðabreytt matvæli. Tengist viðhorf Íslendinga trúarafstöðu eða trausti til heimilda?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Erfðabreytt matvæli hafa verið talsvert til umræðu á meðal almennings og í fjölmiðlum frá því þau komu fyrst til sögunnar á síðari hluta síðustu aldar. Skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra og talsvert um ósamræmi í upplýsingum um þau. Mikilvægt er að þekkja viðhorf fólks til erfðabreyttra matvæla og hvað veldur því og hafa margar rannsóknir verið framkvæmdar með það að markmiði. Traust fólks til þeirra sem helst miðla upplýsingum um erfðabreytt matvæli er mikilvægur þáttur í að móta viðhorf til matvælanna og fyrri rannsóknir hafa sýnt að fólk ber mismikið traust til ýmissa hópa og stofnana. Einnig hefur verið sýnt fram á að tengsl séu á milli trúarafstöðu fólks og viðhorfs til erfðabreyttra matvæla. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að athuga hvort trúarafstaða Íslendinga eða traust sem þeir bera til ýmissa hópa og stofnana í málefnum erfðabreyttra matvæla tengist viðhorfi þeirra til matvælanna.
    Rannsóknin var byggð á megindlegri aðferðarfræði og notast var við hentugleikaúrtak. Mælitækið var að litlum hluta frumsamið en kom að öðru leyti úr öðrum rannsóknum sem notaðar voru til viðmiðunar við túlkun á niðurstöðunum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tengsl eru á milli viðhorfs til erfðabreyttra matvæla og trúarafstöðu en Íslendingar sem trúa á Guð, einverskonar anda og/eða lífskraft eru neikvæðari gagnvart erfðabreyttum matvælum en þeir sem ekki trúa á Guð, anda eða lífskraft. Einnig kom í ljós að þeir Íslendingar sem eru með neikvætt viðhorf til erfðabreyttra matvæla bera minna traust til flestra hópa og stofnana í rannsókninni en þeir sem eru með jákvætt viðhorf. Þeir hópar sem njóta mests trausts meðal Íslendinga í málefnum erfðabreyttra matvæla eru háskólar, vísindamenn og læknar. Þeir einstaklingar sem trúa á Guð, einhverskonar anda og/eða lífskraft bera minna traust til þeirra samanborið við þá sem ekki trúa á Guð, anda eða lífskraft. Að lokum kom einnig í ljós að tengsl eru á milli viðhorfs til erfðabreyttra matvæla og kyns, aldurs, menntunar, þekkingu og barneigna Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 1.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23653


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ívar Örn Árnason, lokaeintak.pdf2,4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna