en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23658

Title: 
  • Objective evaluation of lean meat yield and EUROP scores for Icelandic lamb carcasses by video image analysis
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • VIAscan®. The best single predictor of LMY% (R2: 30%) and FAT% (R2: 74%) was the GR-measure.
    The agreement in classification between VIAscan® and a panel of expert classifiers showed that 82% of carcasses were classified identically for conformation and 73% for fat which is within the minimum limit set by the Icelandic authorities. The heritability for VIAscan® yield prediction as proportions was generally high, ranging from 0.39 to 0.63,lowest for Shldr% and highest for Loin%. Heritability of viaEUROPc was 0.32 and 0.29 of viaEUROPf while heritability was 0.35 for pEUROPc and 0.31 for pEUROPf. For weight related traits (Leg (kg), Loin (kg), Shldr (kg), HCW and LW) the direct heritability ranged from 0.17 to 0.21, maternal heritability from 0.09 to 0.11 and maternal environmental effects (c2) from 0,21 to 0,23. For traits evaluated in vivo the heritability ranged from 0.27 to 0.52, lowest for UMS and highest for ML. The genetic correlation
    between viaEUROPc and pEUROPc was 0.94 and 0.82 between viaEUROPf and pEUROPf. It was concluded that this correlation was sufficiently high to define EUROP scores assessed by these two methods as identical traits. The correlations between LMY%
    and in vivo traits were favorable and not unexpected except for the positive correlations between Loin% and traits measuring fat. This was explained by unsuitable methods used
    for deboning loin and flanks. Genetic and phenotypic correlations between EUROP scores and in vivo traits were similar for both grading methods ranging from -0.53 to 0.70 for
    viaEUROP and -0.56 to 0.77 for pEUROP. The results indicate that VIAscan® is capable of predicting LMY% and classifying in EUROP classes with sufficient accuracy for the Icelandic sheep industry. Results for genetic parameters also indicate that the technology can replace the current grading system. Objective carcass grading by the VIAscan® technology is thus an option for the Icelandic sheep industry. However, the costs of
    implementing the method need to be evaluated before it can be put into practical use.

  • Ný aðferð við dilkakjötsmat hefur verið prófuð á Íslandi. Hún byggir á rafrænni tækni sem kallast video image analysis (VIA) og er það viðfangsefni ritgerðarinnar að fjalla um
    prófanir á þessari tækni. Núverandi kjötmatskerfi byggir hins vegar á svonefndu EUROP kerfi þar sem kjötmatsmaður flokkar huglægt í vöðvaflokka og í fituflokka með hjálp handvirks fitumælis. Prófanir á tækninni fóru fram á sláturhúsi kjötafurðarstöðvar KS á Sauðárkróki þar sem tæki af gerðinni VIAscan®, frá fyrirtækinu Ceder Creek Company Pty Ltd í Ástralíu, var sett upp. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að meta hæfni VIAscan® til að spá fyrir um vöðvahlutfall skrokka og að flokka samkvæmt EUROP kerfinu (5 vöðvaflokkar og 6 fituflokkar). Hins vegar að meta erfðastuðla bæði fyrir
    kjötmatsþætti og stigun líflamba með áherslu á að kanna hversu vel líflambamatið tengist rafræna matinu og hvort rafrænt EUROP mat (viaEUROP) og núgildandi EUROP mat (pEUROP) mældi sömu eiginleika. Í úttekt á rafrænu kjötmati var núgildandi kjötmat sett til viðmiðunar. Rannsóknin byggir á þremur megin gagnasöfnum. 1) Öryggi VIAscan® og núverandi kjötmats við mat á vöðvahlutfalli skrokksins í heild (LMY%) og í þremur
    skrokkhlutum, lærum (Leg%), hrygg (Loin%) og framparti (Shldr%), var metið út frá gögnum um 862 úrbeinaða skrokka. Hluti gagnasafnsins (603 skrokkar) var notaður til
    þess að byggja upp spálíkön með því að velja bestu mælingar rafræna matsins og annar hluti (259 skrokkar) var notaður til þess að prófa líkönin og staðfesta notagildi þeirra. 2)
    Hæfni VIAscan® til þess að flokka samkvæmt EUROP kerfinu var rannsakað út frá 696 skrokkum sem voru metnir bæði rafrænt og af þremur yfirkjötmatsmönnum. 3) Gögn sem notuð voru við útreikninga á erfðastuðlum innihéldu upplýsingar um 38.576 lömb, þar af voru 1.446 lömb með mælingar á öllum 20 eiginleikunum. Erfðastuðlar voru reiknaðir fyrir 9 eiginleika rafræna kjötmatsins (LMY%, Leg%, Loin%, Shldr%, Leg (kg), Loin
    (kg), Shldr (kg), vöðvaflokk (viaEUROPc) og fituflokk (viaEUROPf)), 4 eiginleika núgildandi kjötmats (vöðvaflokk (pEUROPc), fituflokk (pEUROPf), fallþunga (HCW) og
    fitu þykkt á síðu (GR)) og 7 eiginleika úr líflambamati (ómmæling á þykkt bakvöðva (UMD), ómmæling á þykkt fitu (UFD), lögun bakvöðva (UMS), stig fyrir frampart (Shldr
    score), stig fyrir læri (Leg score), lengd fótleggjar (ML) og lífþungi (LW). Niðurstöður fyrir mat á vöðvahlutfalli sýndu að rafræna kjötmatið útskýrði 62% breytileika í lærum
    (Leg%), 32% í hrygg (Loin%), 47% í frampörtum (Shldr% ) og 60% í heilum skrokkum (LMY%) með beinum mælingum en núgildandi EUROP mat útskýrði 58%, 31%, 38% og 56% breytileikans í þessum eiginleikum í sömu röð. Þegar borin var saman hæfni EUROP
    kerfisins samkvæmt rafrænu mati og núgildandi mati kom í ljós að núgildandi kerfi gaf heldur nákvæmara mat á vöðva- (LMY%) og fituhlutfalli (FAT%). Besta einstaka mælingin til að meta LMY% (R2: 30%) og FAT% (R2: 74%) var fitumæling á síðu (GR).
    Samanburður á EUROP flokkun milli VIAscan® og þriggja yfirkjötmatsmanna leiddi í ljós að samræmi var í vöðvaflokkun í 82% tilfella og fituflokkun í 73% tilfella, sem er yfir
    þeim mörkum sem Matvælastofnun hefur sett sem lágmarkskröfur fyrir rafrænt kjötmat. Í heildina reyndist arfgengi (h2) á öllum eiginleikum meðalhátt eða hátt. Arfgengi á mati
    VIAscan® á vöðvahlutfalli var á bilinu 0,39 til 0,63, lægst fyrir Shldr% og hæst fyrir Loin%. Arfgengi fyrir viaEUROPc var 0,32 og fyrir viaEUROPf 0,29 en 0,35 fyrir pEUROPc og 0,31 fyrir pEUROPf. Fyrir eiginleika tengda þunga (Leg (kg), Loin (kg), Shldr (kg), HCW og LW) var beint arfgengi (hd 2) á bilinu 0,17 til 0,21, arfgengi mæðraáhrifa (hm 2) voru 0,09 til 0,11 og umhverfisþáttur mæðraáhrifa (c2) var á bilinu 0,21 til 0,23. Arfgengi á eiginleikum líflambamatsins var á bilinu 0,27 til 0,52, lægst fyrir lögun bakvöðva (UMS) og hæst fyrir fótlegg (ML). Erfðafylgni (rg) milli vöðvamatsins viaEUROPc og pEUROPc var 0,94 en milli fitumatsins viaEUROPf og pEUROPf var það 0,82. Það telst nægilega há fylgni til þess að hægt sé að skilgreina EUROP mat samkvæmt báðum aðferðum sem sama eiginleika. Eiginleikar líflambamatsins voru með nokkuð sterka fylgni við rafrænt mat á vöðvahlutfalli og kom þar fátt á óvart nema niðurstöður fyrir vöðva í hrygg (Loin%), sem hafði jákvæða fylgni við eiginleika tengda fitumati.
    Skýringin var talin óheppileg aðferð við úrbeiningu á hrygg og síðum. Erfða- og svipfarsfylgni milli EUROP flokkunar og líflambamats var svipuð fyrir báðar kjötmatsaðferðir eða á bilinu -0,53 til 0,70 fyrir viaEUROP og -0,56 til 0,77 fyrir pEUROP. Í heildina sýna þessar niðurstöður að rafrænt kjötmat getur spáð fyrir um vöðvahlutfall og metið í EUROP flokka með nægilegri nákvæmni fyrir íslenskan lambakjötsiðnað. Niðurstöður mats á erfðastuðlum sýna jafnframt að rafrænt EUROP mat getur komið í stað núgildandi matsaðferðar. Rafrænt kjötmat með notkun VIAscan® er því valmöguleiki fyrir íslenska sauðfjárrækt. Meta þarf kostnað við innleiðingu rafræna matsins áður en hægt er að taka

Accepted: 
  • Feb 2, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23658


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_thesis_Eythor_13des2011_skilaeinktak.pdf531.11 kBOpenPDFView/Open