en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2366

Title: 
 • is Samverkandi áhrif Aurora kínasa hindra, valdra náttúruefna og krabbameinslyfja á brjóstafrumulínur með og án stökkbreytinga í BRCA2
 • Synergistic effects of an Aurora kinase inhibitor with selected natural compounds and cancer drugs on breast cell lines with or without BRCA2 mutation
Abstract: 
 • is

  Aurora kínasar gegna mikilvægum hlutverkum á mismunandi stöðum í frumuhringnum. Oftjáning á Aurora kínösum ýtir undir gena óstöðugleika sem síðan getur átt þátt í nýmyndun á æxlum. Mögnun á Aurora A geni í brjóstaæxlum hefur greinst í auknum mæli hjá BRCA2 arfberum.
  Rannsóknir á Aurora kínasa hindrum lofa góðu sem væntanleg krabbameinslyf. Aurora kínasa hindrinn ZM447439 var notaður í þessu verkefni. Notaðar voru þrjár frumulínur með BRCA2 999del5 stökkbreytingu og ein án BRCA2 stökkbreytingar í öllum tilraununum.
  Annars vegar var verið að skoða hvort að frumur meðhöndlaðar með Aurora kínasa hindranum ZM447439 fari í stýrðan frumudauða í skammtaháðum mæli með flæðifrumusjá og hins vegar hvort að Aurora kínasa hindrinn ZM447439 hafi samverkandi áhrif með náttúruefnunum kúrkúmíni, úsnínsýru og prótólichesterínsýru eða krabbameinslyfjunum vínorelbín og paklítaxel. Samverkandi áhrif voru metin með crystal violet litun.
  Niðurstöður sýna fram á að frumulínurnar fari í stýrðan frumudauða vegna áhrifa Aurora kínasa hindra í skammtaháðu samhengi og tölfræðilega marktækur munur er á stýrðum frumudauða hjá frumum sem eru með BRCA2 stökkbreytingu en ekki hjá frumulínunni án BRCA2 stökkbreytingar. Niðurstöður samverkandi áhrifa urðu í raun aðeins forprófanir á aðferðum og úrvinnslu við gerð samvirkniprófanna og eru niðurstöður ekki tölfræðilega marktækar.

Accepted: 
 • Apr 30, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2366


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BRCA2_fixed.pdf1.26 MBLockedPDF