Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23660
Markmið þessa verkefnis var að rannsaka hvort að möguleiki væri að sameina tvö fyrirliggjandi kælikerfi, vélkældan sjó (RSW) og ískældan sjó (CSW), og sjá hvort að niðurstöðurnar sýndu fram á að gagnlegt væri fyrir útgerðir að skipta um kerfi. Breytingin liggur í því að bæta við ís, helst krapa-ís, til þess að hjálpa RSW kerfinu að kæla afla í tilsett hitastig. Líffræðilegir eiginleikar makrílsins eru ræddir sem og tíðabreytingar og aðrir mikilvægir þættir tegundarinnar. Nánar verður farið í eiginleika beggja kælikerfana og íslenskar kvótareglur verða skoðaðar. Eitt af aðalmarkmiðunum var að reikna út ísþörfina fyrir kælikerfin sem og að bera saman olíunotkun þeirra og kælihraða aflans. Sambærilegar aðferðir gætu að auki verið notaðar seinna í framleiðsluferlinu og því var einnig kannaður möguleikinn á að nota krapaís sem forkælingu á makríl rétt fyrir frystingu.
Niðurstöðurnar sýndu að fyrir hver 5 tonn af ís sem bætt er við til að hjálpa RSW kerfinu, minnkar tíminn til kælingar um 12 mín miðað við 100\% afköst á kerfinu. Áætlað var að best væri að nota á bilinu 5 til 20 tonn af ís per tank til að kæla blönduna af afla og sjó, ef miðað er við fullan tank, sem inniheldur 205 tonn af sjó og 210 tonn af makríl. Olíukostnaður myndi einnig minnka, um 100,000 krónur per tank yfir heilt tímabil, sem telur 12 veiðiferðir. Ef hugsað er til meðalafla í hverri ferð, þá er áætlað að 3 fullir tankar af makríl og sjó þarfnist kælingar í hverri ferð. Ef bætt er ofan á það mögulegum sparnaði við forkælingu á sjó, þá er hægt að áætla að heildarsparnaður við olíukostnað yfir veiðitímabilið gæti náð allt að 500,000 krónum. Ókostir þessa blandaða kerfis er geymsla íss um borð. Gera verður ráðstafanir til að forðast það að ísinn, sem er framleiddur í landi, breytist í klumpa sem gerir það að verkum að ómögulegt er að dæla ísnum úr geymslutanknum yfir í þá tanka sem þarf.
The objective of this study was to investigate the possibility of combining two existing cooling systems, Refrigerated Sea Water (RSW) system and Chilled Sea Water (CSW), to see if the outcome could be beneficial for fisheries to implement in their production. The main principle behind the idea was to add ice, preferably slurry ice, to help the RSW system to cool the catch down to an optimum temperature. The anatomy of the mackerel was discussed as well as seasonal variation and other important aspects of the species. A closer look into the two cooling systems in question as well as the Icelandic mackerel quota was taken. One of the main objectives was to calculate the ice requirements for the different cooling systems, as well as compare their oil consumption and cooling rate of the product. Similar cooling treatments can also be used at other stages in the production line. Therefore the study also included a small experiment on using slurry ice to pre-cool the processed mackerel before plate freezing.
The study showed that for every 5 tons of ice added to help the RSW system, running on 100\% capacity (2324 kW), 12 min were shaved off the cooling time. Using between 5 and 20 tons of ice per tank was considered optimal to cool the mixture of catch and sea water, which, when full, contains around 205 tons of sea water and 210 tons of mackerel. Oil cost would decrease as well, roughly 300.000 ISK for the mackerel cooling, over one fishing period of 12 trips. Given the average haul per trip, it is assumed that 3 full tanks of mackerel and seawater are needed to be chilled in each trip. That along with the potential savings on the pre-cooled seawater, the decrease in oil cost for the whole fishing period of mackerel could be at least 500,000 ISK. Disadvantages to changing the current system into the combined system of RSW and CSW is the storage of ice on-board. Measures have to be taken to prevent ice from turning in to clumps but then it would be impossible to pump the ice to the necessary tanks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð - Sindri Rafn Sindrason.pdf | 2.76 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |