is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23661

Titill: 
 • Áhrif umhverfis á íbúa á hjúkrunarheimilum
 • Titill er á ensku Environmental Influences on Nursing Home Residents
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hlutfall einstaklinga eldri en 65 ára er að aukast í samfélaginu. Árið 2013 var það 13,5% og er talið að hlutfallið verði komið yfir 20% árið 2037. Þarfir aldraðra eru að mörgu leiti öðruvísi en annarra aldurshópa. Líkamlegu ástandi einstaklingsins hrakar með aldri og þarf aðbúnaður og umhverfi á heimilum fyrir aldraða að taka tillit til þess. Bein og vöðvar missa styrk sem eykur líkur á byltum og skert sjón og heyrn geta haft mikil áhrif á daglegt líf. Aðstæður á hjúkrunarheimilum þurfa að taka mið af þessari sérstöðu þannig að aðstæður séu aðlagaðar að hverjum einstaklingi fyrir sig. Þannig er hægt að gera sambúð mismunandi einstaklinga með mismunandi þarfir eins góða og kostur er.
  Markmið: Markmiðið með þessari fræðilegu samantektar er að taka saman þá vitneskju sem er til um hvernig aðstæður og umhverfi hjúkrunarheimila hafa áhrif á líðan íbúanna. Reynt verður að finna þær lausnir sem nýtast best á hjúkrunarheimilum og íbúar hjúkrunarheimila eru ánægðastir með.
  Aðferðir: Framkvæmd var leit í gagnagrunnunum ProQuest og Pubmed. Í öllum leitunum var notað annað hvort Nursing home eða Long term care, og einnig eitthvað af eftirfarandi orðum: environment, interior, design, lighting, colors, dining area, privacy eða garden.
  Niðurstöður: Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum umhverfis á íbúana sýna að áhrifin eru talsverð. Einstaklingsherbergi, heimilislegt umhverfi, sérstaklega í borð- og setustofum, og umhverfi sem eykur öryggi íbúana eru þeir þættir sem skipta hvað mestu máli.
  Umræður: Það er áskorun fyrir stjórnendur hjúkrunarheimila að tryggja öryggi heimilismanna og um leið að hlúa að persónulegum þörfum einstaklinganna. Umhverfi og aðstæður á hjúkrunarheimilum hafa mikið að segja í því sambandi sem og varðandi það að íbúarnir geti búið sér heimili á hjúkrunarheimilinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: In our society, the elderly are growing in numbers, compared to other age groups. In 2013, 13.5% of the Icelandic population were older than 65 years, and it is estimated, that 20% will be older than 65 years in 2037. The needs of the elderly are in many ways different from other age groups. The physical condition of a person deteriorates with age, and the equipment and environment in homes for the elderly need to be consistent with that. Bones and muscles lose strength, which increases the likelihood of falls, and decreased vision and hearing can have great impact on daily life. The nursing home environment must comply with these special needs, to be able to adapt to each individual. By doing so, it is possible to make the cohabitation of individuals with different needs, as enjoyable as possible.
  Purpose: The purpose of this thesis is to collect the knowledge, that is available, concerning how the environment in nursing homes affects its residents. Also to find the solutions that will work best in nursing homes and which the residents are happiest with.
  Method: A search was carried out in the databases ProQuest and Pubmed. Each search contained either the phrase nursing home or long term care, and also one of the following words: environment, interior, design, lighting, colors, dining area, privacy or garden.
  Results: The research, that has been carried out on the effects of the environment on nursing home residents, shows that the effects are significant. Single rooms, homely environment, especially in dining and sitting rooms, and environments that increases resident safety are the factors that are of most importance.
  Discussion: The directors of nursing homes face the challenge of ensuring the safety of the inhabitants as well as fostering the personal needs of the individuals. The environment and facilities in nursing homes are important for the residents to feel at home there.

Samþykkt: 
 • 3.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd - Edda pdf.pdf727.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna