is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2367

Titill: 
  • Utanríkisstefna Kína: Efnahagsöryggi, mjúkt vald og Afríkustefna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla. Fjallað er um hvernig utanríkisstefna Kínverja byggist á realískri hagsmunagæslu þótt hún halli sér að stofnanahyggju líberalista. Út frá tveggja þátta leikjagreiningu Roberts Putnams er gerð grein fyrir því hvernig innanlandsþættir á borð við samfélagslegan stöðugleika, þjóðernishyggju, yfirráð Kommúnistaflokksins, atburðina á Tiananmen torgi og efnahagslegan vöxt, móta utanríkisstefnu landsins. Enn fremur er sýnt fram á hvernig hugmyndir kínverskra stjórnvalda um efnahags- og orkuöryggi landsins birtist í utanríkisstefnu landsins í Afríku og beitingu Kínverja á mjúku valdi. Að lokum er fjallað um það hvernig Afríkustefna Kína þróaðist frá byltingarkenndri stefnu Maós á tímum kalda stríðsins í það að vera ein helsta undirstaðan í efnahagsvexti Kína.
    Í ritgerðinni er stuðst við ítarlegar heimildir, greinar, rannsóknir, skýrslur og aðrar ritaðar heimildir eftir vestræna, afríska og kínverska fræðimenn í málefnum Kína og Afríku. Augljósir annmarkar á rannsókninni eru þeir að ekki er rætt við þá aðila innan kínverska stjórnkerfisins sem gætu veitt gagnlegar upplýsingar um efnisatriði greinarinnar. Auk þess er aðgangur að kínverskum upplýsingum verulega takmarkaður sem skekkir mögulega niðurstöður rannsóknarinnar. Í ritgerðinni er einungis fjallað um afmarkaðan hluta utanríkisstefnu Kína og veitir hún því aðeins vísbendingar um ytri hegðun Kína og ástæður þeirrar hegðunar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009_fixed.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna