is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23682

Titill: 
  • Straumlínustjórnun innan heilbrigðisstofnana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Straumlínustjórnun er hugmyndafræði sem hefur gefið góða raun innan skipulagsheilda út um allan heim. Heilbrigðisstofnanir hafa í auknum mæli verið að notast við hugmyndafræði straumlínustjórnunar við umbætur. Straumlínustjórnun gengur út á að eyða sóun og auka virði fyrir viðskiptavinina. Sóun telst vera allt það sem skapar ekki virði fyrir viðskiptavinina. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að gera greinagóða lýsingu á straumlínustjórnun innan heilbrigðisstofnana ásamt því að fylgja eftir forrannsóknarferli myndgreiningarrannsókna á Landspítalanum. Ritgerðin skiptist í tvo hluta þ.e. fræðilegan hluta og rannsóknar hluta. Fræðilegi hlutinn fjallar almennt um hugmyndafræðina straumlínustjórnun ásamt því að fara yfir valin verkfæri hennar. Þar er einnig farið yfir viðfangsefni þessa verkefnis sem er straumlínustjórnun innan heilbrigðisstofnana. Farið er yfir hvernig hægt er að nýta straumlínustjórnun innan heilbrigðisstofnana, tekin eru fyrir nokkur dæmi þar sem farið er yfir það hvernig heilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Bretlandi hafa notað hana. Í rannsóknar hlutanum er farið yfir forrannsóknarferli myndgreiningarrannsókna, ferlagreiningu og niðurstöður spurningakönnunar.
    Niðurstöður tímamælinga forrannsóknarferlis myndgreiningarrannsókna eru góðar, þ.e. meðaltíminn sem það tekur sjúklinga að fara í gegnum ferlið, þ.e. frá því að beiðni er bókuð og þar til sjúklingur fær niðurstöður er 33 mínútur. Hins vegar þarf að bæta upplýsingaflæði og samskipti á milli deildanna. Heildar niðurstöður verkefnisins eru þær að straumlínustjórnun á vel heima innan heilbrigðisstofnana, mestu máli skiptir að kynna hugmyndafræðina fyrir öllu starfsfólki og að starfsfólk verði þátttakendur í innleiðingarferlinu.

Samþykkt: 
  • 5.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-BirnaÝrSkúladóttir16.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna