Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23688
Þetta lokaverkefni fjallar um hugmyndir að byggingu hótels við Esjurætur og er stuðst við grófar hugmyndir frá væntanlegum eigendum og hönnuði. Fékk höfundur leyfi frá lóðarhafa og hönnuði að halda áfram með hugmyndir af hótelbyggingu og gera raunhæft verkefni sem tillögu. Hugmyndin er fasaskipt og skiptast þeir þannig frumhönnun, forhönnun, aðaluppdrættir, vinnuteikningar og útboðsgögn.
Byggingin er á tveimur hæðum og skiptist í þjónustukjarna úr steinsteypu og herbergisálmur úr timbri. Heildarstærð er 1810 m² og lóðin er 5848 m2.
Hótelbyggingin er með 38 gistiherbergi með þjónustukjarna og veitingasal. Gisting flokkast undir 3 stjörnu gistiflokk.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni Hótel Esja.pdf | 38.56 MB | Locked Until...2025/08/18 | Complete Text |