is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23698

Titill: 
  • Endurnýjun slitlaga á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins -Einfalt reiknilíkan-
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vegakerfið er stór fjárfesting sem almenningur hefur byggt upp á löngum tíma. Til að tryggja að notagildi vegakerfisins rýrni ekki þarf það gott viðhald. Hluti af þessu viðhaldi er regluleg yfirlögn slitlaga. Þegar rétt er staðið að þessum þætti er hægt að lágmarka kostnaðinn við að halda vegum í góðu ástandi, en til að þetta sé mögulegt þarf að vera hægt að áætla umfang yfirlagnanna sem og beita stöðluðum aðferðum við mat á ástandi þeirra.
    Markmið þessa verkefnis er þríþætt: Að kanna hvernig staðið er að endurnýjun og viðhaldi slitlaga hjá veghöldurum á höfuðborgarsvæðinu. Að búa til einfalt líkan sem getur spáð fyrir um þann kostnað sem af því hlýst og að kanna hvort og þá hversu mikill uppsafnaður vandi er kerfinu. Niðurstöður verkefnisins voru: Að hver og einn veghaldari sinnir þessum málum með sínu lagi. Að líkan byggt á gögnum um ÁDU, leyfilegri hjólfaradýpt, umferðarhraða og malbikstegund á götum borgarinnar gæti gefið þokkalega mynd af þörfinni fyrir endurnýjun slitlaga og að uppsafnaður vandi væri til staðar í gatnakerfinu.

Samþykkt: 
  • 8.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurnýjun slitlaga á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins -Einfalt reiknilíkan- .pdf812.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna