Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23703
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort tengsl séu milli áfengisneyslu unglinga og stuðnings frá fjölskyldu þeirra. Stuðningur, hlýja og áhugi frá fjölskyldu skiptir miklu máli í uppeldi barna og unglinga. Nauðsynlegt er að foreldrar séu meðvitaðir um áhugamál og athafnir barna sinna. Aukin streita á heimilinu ásamt afskiptaleysi foreldra eykur líkur á að unglingar byrji að drekka áfengi. Í þessari rannsókn var rýnt í tengslin milli áfengisneyslu unglinga og hversu góðan stuðning þeir fá frá fjölskyldu sinni hér á Íslandi. Notast var við gagnasafn úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem var lögð fyrir skólaárið 2013-2014. Eingöngu var notast við svör frá nemendum í 10. bekk í grunnskóla við úrvinnslu gagna. Þeir nemendur voru alls 3480 og var kynjahlutfallið nokkuð jafnt eða 49,9% strákar og 48,7% stelpur. Brottfallsgildi var 1,4%. Settar voru fram tvær tilgátur í þessari rannsókn, þær voru; (1) Þeir unglingar sem hafa einhvern tíma um ævina neytt áfengis og þeir sem hafa verið ofurölvaðir síðustu 30 daga telja sig fá lítinn stuðning frá fjölskyldu. (2) Stelpur eru líklegri til að byrja fyrr að neyta áfengis en strákar. Niðurstöður leiddu í ljós sterka neikvæða fylgni milli þess hvort unglingar höfðu smakkað áfengi og stuðnings frá fjölskyldu. Stærstur hluti þeirra sem aldrei höfðu drukkið áfengi eða 69% töldu sig fá góðan stuðning og hjálp frá fjölskyldu sinni. Af þeim sem höfðu verið ofurölvaðir síðustu 30 daga sögðust um 53% ekki sammála því að fá góðan stuðning frá fjölskyldu. Tilgátan um að stúlkur byrji fyrr að neyta áfengis en strákar stóðst ekki. Fleiri piltar en stúlkur neyttu fyrst áfengis þegar þeir voru 13 ára eða yngri. Á 14 og 15 ára aldri byrjuðu fleiri stelpur að drekka áfengi en strákar og snerist það aftur við á 16 ára aldri. Jákvæð tengsl voru milli kyns og hvenær unglingar drukku fyrst áfengi.
The purpose of the current study was to explore a potential connection between alcohol consumption and family support. Support, warmth and interest from family members is very important. Parents must be aware of their adolescents’ interests and activities. Increased stress at home along with parental ignorance may increase the likelihood of adolescents drinking. In this study the relationship between teens’ alcohol consumption and how good support they were receiving from their family in Iceland was examined. The database is from the study Health behaviors in School-aged Children (HBSC). It was submitted the academic year of
2013-2014. The responses from students in the 10th grade were the only responses used in processing the data. Total of 3480 students participated and was the gender balance fairly even, 49,9% boys and 48,7 girls. Missing values were 1,4%. In this study there were two hypotheses; (1) Those adolescents who have ever consumed alcohol and those who have been dead drunk in the last 30 days believe they get less support from their family. (2) Girls are more likely to start drinking before boys. The result showed a strong negative correlation between whether adolescents had consumed alcohol and if they considered themselves getting support from family. The majority of those who had never consumed alcohol or 69% considered themselves to get good support and help from their family. Of those who had been dead drunk in the last 30 days, about 53% did not agree to receive support from family. The
hypothesis that girls begin earlier to consume alcohol than boys failed. More boys than girls consumed alcohol first when they were 13 years old or younger. At 14 and 15 years of age, girls started to consume more alcohol than boys. It turned again at the age of 16. Positive correlation was found between gender and when adolescents consumed alcohol first.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áfengisneysla unglinga og stuðningur frá fjölskyldu-SvavaDagný.pdf | 562 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |