is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23704

Titill: 
 • Beauty tips byltingin : Rannsókn á samfélagsmiðlasíðunni Beauty tips byggð á félagsvísindum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samfélagsmiðlasíðan Beauty tips var stofnuð snemma ársins 2014 og í dag eru yfir 31 þúsund meðlimir á henni. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna og kortleggja viðhorf meðlima til síðunnar með kenningar um félagsmótun, samskipti og félagslegan auð til grundvallar. Notast er fyrst og fremst við klassísk verk fræðimanna á borð við Freud, Cooley, Goffman, Granovetter, Coleman, Bourdieu og Putnam auk þess sem nýlegri rannsóknir um rafræn samskipti eru reifaðar til að fá betri yfirsýn yfir fræðin.
  Lögð var könnun á Facebook síðuna Beauty tips og voru 1047 meðlimir sem svöruðu könnuninni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að meirihluti þátttakenda í spurningakönnuninni sem lögð var fyrir meðlimi Beauty tips eru aðeins meðlimir til að vera með eða fylgjast með því sem er í gangi. Almennt er talið að félagslegur auður geti stuðlað að trausti innan hóps og haft jákvæðar afleiðingar í för með sér. Hinsvegar benda niðurstöður til þess að traust til síðunnar og annarra meðlima er mjög lítið. Helsta ástæðan fyrir því er sú að efninu sem deilt er á síðunni er gjarnan lekið í fjölmiðla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru einnig litlar vísbendingar um tengjandi eða brúandi tengslamyndun í félagslegum tilgangi meðal meðlima. Þrátt fyrir lítið traust til síðunnar ríkir þó sterk samstaða milli meðlima um viss málefni.
  Lykilhugtök: Félagsvísindi – Samfélagsmiðlar - Beauty tips - Samskipti

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The social network site Beauty tips was founded in early 2014 and today there are over 31 thousand members in the group. The aim of this study is to explore opinions from the members towards the site with theories of socialization, communication and social capital in the foreground. First and foremost there will be used the classic work from scholars like Freud, Cooley, Goffman, Granovetter, Coleman, Bourdieu and Putnam along with recent studies to get more perspective of the study.
  A questionnaire was put on the Facebook page Beauty tips and 1047 members responded. The conclusion was that more than half of the members are members of the site only to follow others and see what is going on. In general social capital is thought to be capable of enabling trust within a group and have positive consequences along with it. However this research shows that trust towards the site and trust among members is fairly little and the main reasons for this is that the material is shared on the site is often leaked to the media. This research also shows little evidence of bonding or bridging social capital in the formation of social ties among members. Despite little trust towards the site, there is strong evidence of unity on particular matters.

Samþykkt: 
 • 8.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA kolla tilbúin.pdf814.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna