Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23708
Verkefnið er unnið sem lokaverkefni Bsc í Vél og orkutæknifræði og fjallar um hönnun og smíði á frágangsherfi fyrir yfirbreiðslur á grænmetisökrum. Yfirbreiðslurnar eða dúkarnir eru 13x200m að stærð og eru lagðir yfir akrana til að verja uppskeruna fyrir tjóni af völdum skordýra og veðurs. Tækið er dregið eftir langhliðum dúkanna og heldur niðri og veltir um leið jöfnu magni af jarðvegi yfir endana til að halda þeim niðri. Verkefnið er unnið fyrir Sturla Þormóðsson bónda á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi. Höfundi og þeim sem verkefnið er unnið fyrir er ekki kunnugt um að samskonar tæki sé fáanlegt. Hugmyndin af verkefninu kemur frá Sturlu þar sem að fyrri aðferð, sem var lítillega breyttur einskera plógur hafði ekki gefist nógu vel.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Samsett loka skýrsla og smíðateikningar.pdf | 5.03 MB | Open | Complete Text | View/Open |