Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23720
Þjóðhátíð hefur verið haldin í Herjólfsdal í yfir 100 ár og orðin stór hluti af bæjarlífi Vestmannaeyja. Markmið rannsóknarinnar var að gefa gleggri mynd á þau viðhorf sem bæjarbúar hafa til hátíðarinnar og hvernig standa megi betur að skipulagi hennar. Megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt, þar sem netkönnun var sett á samskiptamiðilinn Facebook, með það að leiðarljósi að fá hentugleika úrtak til þess að svara rannsókninni. Notast var við hópa inni á Facebook sem tengjast Vestmannaeyjum og netkönnunin auglýst þar, ásamt því að tölvupóstur var sendur á vini og vandamenn, í von um góðar undirtektir.
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknar samanstóð m.a. af rannsókn sem Fredline, Jago og Deery (2003), gerðu um skilninginn á félagslegum áhrifum viðburða á íbúa bæjarfélagsins sem hátíðin er haldin, þar sem mælt var og fylgst með þeim áhrifum. Markmið þeirra var að gera skipuleggjendum greiðara fyrir að þróa og breyta viðburðinum þannig að tryggt er að hann sé í betra samræmi við þarfir samfélagsins þar sem viðburðurinn fer fram og á sama tíma að hann auki stórlega arðsemina. Einnig er stuðst við rannsókn sem Cole og Illum (2005) gerðu um hvernig stjórnendur og skipuleggjendur hátíða geta haft áhrif á útkomu hátíðarinnar t.d. með því að hafa reynslu og skilning á því hvað gleður gestina, sem síðan getur svo haft áhrif á framtíð hátíðarinnar. Að auki er kafað ofan í tengslin á milli ferðaþjónustu og hátíða, og hvaða áhrif hátíðir geta haft á samfélögin sem þær eru haldnar. Fjallað er um þau markmið sem stjórnendur hátíða verða að hafa að leiðarljósi svo að samfélagið hafi hvað mest ánægjulegt viðhorf til hátíðarinnar.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íbúar Vestmannaeyja séu almennt ánægðir með Þjóðhátíð. Þeir telja hana fjölskylduvæna, en hafa þó einhverjar áhyggjur af framtíð hennar sem hátíð fjölskyldunnar og vilja sjá þar nokkrar breytingar á. Þeir telja nokkra misbresti á hátíðinni og þróun hennar, má þar helst nefna þann fjölda sem sækir hátíðina, sem nú fer ört vaxandi og telja heimamenn að takmarka þurfi þann fjölda er sækir hátíðina.
Lykilorð: Vestmannaeyjar, Þjóðhátíð, útihátíð, tónlistarhátíð, viðburðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rannsoknarritgerd_thjodhatid_lokaskil.pdf | 1,36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án skriflegs leyfis höfundar hverju sinni.