is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23722

Titill: 
 • Eigum við að spila fyrir alla þessa krakka?
 • Titill er á ensku Are we supposed to play for all these kids?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Markmið þessarar rannsóknar er að skrifa sögu verkefnisins Tónlist fyrir alla í Kópavogi og meta hvort það hafi haft áhrif á þróun tónlistarlífs og tónleikahald í Kópavogi. Leitað er svara við því hvort börn og unglingar hafi orðið fyrir áhrifum af lifandi tónlistarflutningi og kannað hvort reglubundið tónleikahald innan grunnskólans hafi áhrif á félagsþroska og samkennd nemendanna og styrki skólasamfélagið. Tónlistin lifir í félagslegu samhengi og umhverfi og félagsskapur hafa áhrif á hvernig fólk skynjar hana og bregst við henni. Rannsóknir sem lúta að hlutverki tónlistar í daglegu lífi og breyttri hlustun eftir að stafræn tónlist kom til sögunnar eru skoðaðar.
  Markmið Tónlistar fyrir alla í Kópavogi var að gefa grunnskólabörnum frá upphafi skólagöngu tækifæri að hlusta á og njóta fjölbreyttrar tónlistar í lifandi flutningi og gera tónlistarflutninginn að upplifun og reynslu.
  Rannsóknin er með eigindlegu rannsóknarsniði og byggist á gögnum frá Héraðsskjalasafni Kópavogs og viðtölum við 11 einstaklinga sem kynntust verkefninu Tónlist fyrir alla. Niðurstöðurnar eru notaðar til að öðlast skilning á upplifun þeirra, reynslu og viðhorfi til viðfangsefnis rannsóknarinnar.
  Niðurstöður viðtalanna benda til að Tónlist fyrir alla hafi náð til nemenda og kennara þótt tónlistin hafi stundum verið bæði framandi og nýstárleg. Nándin milli flytjenda og áheyrenda á skólatónleikum og kynningar á tónverkunum hafi aukið skilning og dregið úr fordómum í garð sígildrar og framandi tónlistar. Í viðtölum kom fram að skólasamfélagið var mjög velviljað verkefninu, sem ýmist braut upp hefðbundinn kennsludag eða varð tilefni til að fara úr skólanum á tónleika. Kennarar og annað starfsfólk áttu einnig kost á að bæta við þekkingu sína og öðlast upplifun eins og nemendurnir. Viðmælendur töldu mikilvægt að börn og unglingar fái tækifæri til að hlusta á annars konar tónlist en þau velja sjálfviljug eða hafa að jafnaði greiðan aðgang að. Rannsóknin bendir til að Tónlist fyrir alla hafi átt sinn þátt í því að Kópavogsbær réðst í það stórvirki að byggja Salinn, Tónlistarhús Kópavogs, fyrsta sérhannaða tónleikasal landsins. Eins kom fram að miklu skiptir að nemendur fái notið lista og listrænnar upplifunar óháð efnahag.
  Í grunnskólanum, þar sem skyldunámið fer fram, er tækifæri til að tryggja öllum nemendum menningarlega upplifun og þátttöku í listum án tillits til efnahags og heimilisaðstæðna.
  Lykilorð: uppeldi, efnahagslegur jöfnuður, tónlistarneysla, tónlistarsmekkur, lifandi tónlistarflutningur, habitus, tónlistarþátttaka.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  This study aims to preserve the history of the project Tónlist fyrir alla (e. Music for Everyone) and to examine whether it influenced musical performance and the development of musical life in Kópavogur. More specifically, it asks whether live musical performances impacted participant children and teenagers and whether regular concerts in elementary schools played a role in students’ social development, encouraged empathetic behavior and strengthened the school community. The thesis departs from the observation that music cannot be divorced from its larger social context and that the social environment therefore plays a role in how people experience and react to music. It incorporates insights from research on the changing role of music in daily life and new modes of listening following the rise of digital music consumption.
  Tónlist fyrir alla set out to grant all elementary students in Kópavogur the opportunity to experience live performances of various kinds of music from an early age. Moreover, to encourage engaged listening and active participation.
  The thesis adopts a qualitative research design to analyse documents from the Kópavogur Municipal Library as well as interviews with 11 individuals that participated in the project Tónlist fyrir alla in one way or another. Their experiences, reactions and views inform the conclusions of the study.
  Thematic coding of the interviews suggests that Tónlist fyrir alla impacted both students and teachers, in spite of the fact that the music it highlighted was often both avant garde or drawn from less known musical cultures. Moreover, that the intimate setting of the concerts and instructive discussion of the music performed rendered classical and avant garde music more accessible and attenuated prejudices. The interviews also reveal that the school community was generally open minded about this project, which required breaks from regular teaching plans or leaving the schoolgrounds to attend concerts. What is more, the project granted teachers and other staff the opportunity for further education and new experiences, much like the students. The interview subjects agreed that it is important for children and teenagers to have the chance to listen to music that they may not choose themselves or have ready access to. The study also suggests that Tónlist fyrir alla played a role in Kópavogur municipality’s decision to build the Salurinn concert hall, the first dedicated facility of its kind in Iceland. Furthermore, that it was important for students to get to enjoy the arts and artistic experiences regardless of economic class. Thus, elementary schools, a key site of mandatory education, offer an ideal platform to guarantee students’ access to cultural experiences and participation in the arts, no matter what their family conditions and economic background are.
  Keywords: pedagogy, economic equality, musical consumption, musical taste, live music, habitus, musical participation.

Samþykkt: 
 • 9.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn Björnsdóttir.pdf983.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið má afrita einu sinni til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.