is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23724

Titill: 
  • Tilgreiningarregla Hæstaréttar Íslands : er grundvöllur fyrir því í lögskýringargögnum eða lögum að láta tilgreiningu lánsfjárhæðar ráða því hvaða skuldbinding telst gengistryggð og hver ekki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er rannsakað hvort tilgreiningarreglan sem Hæstiréttur hefur beitt við úrlausn gengismála, eigi sér stoð í lögum eða lögskýringargögnum. Í upphafi ritgerðarinnar, öðrum kafla, er fjallað um sögu verðtryggingar og vaxtalaga á Íslandi. Í þriðja kafla ritgerðarinnar verður lögð áhersla á dóma Hæstaréttar Íslands í mótun og framkvæmd tilgreiningareglu réttarins. Í fjórða kafla ritgerðarinnar er farið yfir hvernig skýra beri ákvæði laga um verðtryggingu sem og eldri dómaframkvæmd sem þýðingu hefur varðandi regluna. Í fimmta kafla ritgerðarinnar er farið yfir reglur um túlkun samninga, sem vert er að hafa í huga varðandi úrlausnir Hæstaréttar Íslands í gengismálunum. Að lokum eru dregnar saman niðurstöður ritgerðarinnar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ekki sé grundvöllur fyrir því í lögskýringargögnum eða lögum að láta tilgreiningu lánsfjárhæðar ráða því hvaða skuldbinding telst gengistryggð og hver ekki.

Samþykkt: 
  • 9.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjörtur B. Halldórsson_Tilgreiningarregla Hæstaréttar Íslands.pdf598.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er vernduð af höfundarrétti og því er útprentun og afritun óheimil nema að fengnu skriflegu leyfi höfundar.