Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23725
Stefnt er að aukinni heilbrigðisþjónustu utan stofnana á Íslandi líkt og víðar. Til þess þarf að styrkja umönnun í heimahúsi í samstarfi milli heilbrigðis- og félagsþjónustu og koma til móts við þarfir og vilja einstaklinga. Mikil fjölgun eldri borgara er fyrirsjáanleg og aldraðir vilja búa á heimilum sínum eins lengi og kostur er, með viðeigandi stuðningi. Fjölbreyttar þarfir aldraðra kalla á aðkomu fjölmargra starfsstétta og undirstrikar mikilvægi samvinnu í heimaþjónustu. Unnið hefur verið að markvissri samþættingu í heimaþjónustu í Reykjavík frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á að samþætting auki gæði þjónustu með bættu flæði upplýsinga og einföldun á daglegri meðferð og umönnun í heimahúsi. Samvinna er forsenda samþættrar þjónustu en hún krefst skilvirkrar upplýsingamiðlunar og skýrrar hlutverkaskipunar.
Tilgangur: Að varpa ljósi á samvinnu milli hjúkrunar- og félagsþjónustu í fullsamþættri heimaþjónustu. Einnig að greina stöðu samþættingar með hliðsjón af fræðilegum líkönum og skoða hindranir og hvata.
Aðferð: Rannsóknin var eigindleg þar sem byggt var á tveimur þáttum. 1) einstaklingsviðtölum (n=14) og 2) fimm rýnihópum (n=25). Í einstaklingsviðtölunum var leitast við að varpa ljósi á skilning starfsmanna í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samvinnu og samþættingu heimaþjónustu. Í rýnihópunum var tekið mið af niðurstöðum einstaklingsviðtalanna til að skýra frekar samvinnu og framgang samþættingar. Eigindleg innihaldsgreining og rammagreining voru nýttar við greiningu gagna.
Niðurstöður: Samkvæmt skipuriti heimaþjónustunnar er fullri samþættingu lokið. Hún er þó ekki fullgerð miðað við upplifun starfsfólks og fræðileg líkön. Vel hefur tekist að bæta flæði verkefna og tengja störf teymisstjóra en samvinnu og samtal starfshópa skortir. Einnig skortir starfsfólk skilning og traust í starfi ásamt upplýsingum um stöðu sína og hlutverk í innan teymis.
Ályktanir: Samvinna ólíkra starfshópa er virkt ferli sem krefst undirbúnings, skipulags og eftirfylgni. Skilningur á hlutverkum innan teymis, virðing og traust er grundvallarforsenda árangursríkrar samvinnu. Starfsfólki verður að vera ljós ávinningur samvinnu innan teymis. Það krefst stöðugs upplýsingaflæðis og styrkrar leiðsagnar stjórnenda. Þetta eru veigamikil atriði sem bæta þarf til að samþætting náist að fullu.
Lykilorð: Samþætting, heimaþjónusta, heimahjúkrun, samvinna, teymisvinna.
Healthcare outside hospitals is a strategic aim in Iceland as elsewhere. That calls for a strengthening of home care service with cooperation between health and social service. The elderly population is increasing and majority wants to live at home as long as possible, with the appropriate assistance. Their complex needs calls for wide range of specialized workforce which requires close coordination. Since 2009, an integration of home care nursing and social service in Iceland has taken place in Reykjavik municipality. Integrated service has shown to increase quality of service with better flow of information, resource optimization and simplification of daily routines of treatments and care at home. Collaboration is prerequisite for integration but requires effective flow of information and clear definition of staff members’ roles and responsibilities.
Aim: Explore the collaboration of home care nursing and social services in a fully integrated service. Analyse the real situation of integrated home care in Reykjavík, its motivation and obstacles using theoretical integration models.
Method: Qualitative study with representatives from broad range of staff members in two phases. 1) Individual interviews (n=14) and 2) five focus groups (n=25) with discussions around issues brought up in the interviews. Analysed with qualitative content analysis and framework analysis.
Findings: According to the organizational protocol home care service is fully integrated. However, according to our data and theoretical framework the process is incomplete. The coordination between different team leaders is functional while cooperation between other staff members is lacking. Furthermore, the staff needs more support and information about their role in coordinated teamwork.
Conclusions: Cooperation between workgroups is an active process that depends on preparation, planning and follow-up. The fundamental of successful teamwork is to understand roles within the team and trust between team members. In order to complete integration, team members need continuous flow of information and strong supportive leadership.
Keywords: Integration, homecare, homecare nursing, cooperation, teamwork.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MargrétGuðna - MS ritgerð_samþætting í heimaþjónustu - Skemman.pdf | 2,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |