Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23729
Hlutverk sölustjórans er viðamikið, hann þarf að vera stjórnandi, leiðbeinandi, fyrirmynd og þjálfari. Sölustjórinn þarf að taka vel á móti nýju starfsfólki og sjá til þess að það fái viðeigandi þjálfun, hann þarf að hvetja það áfram og leiðbeina til þess að það blómstri og skili starfinu vel. Hann þarf að setja skýr markmið fyrir fólkið sitt og mæla þann árangur sem er að nást. Hann þarf að vinna að áætlunargerð, almennri stjórnun og huga að skipulagi og vinna eftir stefnu fyrirtækisins.
Markmið verkefnisins var að skoða hvað sé hlutverk sölustjórans, hvað það er sem er mikilvægast til þess að vel gangi, meta það út frá fræðum og styðja með eigindlegri rannsókn. Rannsókinn leiddi í ljós fyrst og fremst að hlutverk sölustjórans er að huga að starfsfólkinu, þjálfa það og hvetja, það sé það sem leiðir til árangurs, þegar starfsfólk finnur að það sé tekið eftir því og það fær hrós þegar það gerir vel. Þessi atriði eru grundvöllur fyrir að fyrirtækin selji meira og ná auknum hagnaði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JónaDóraÁsgeirsdóttir_BS_Lokaverk..pdf | 962,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.