is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23734

Titill: 
 • Íslenskir kvenstjórnendur : vegferð og viðhorf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um farveg íslenskra kvenstjórnenda og viðhorf þeirra til ýmissa málefna, svo sem kynjakvóta og tengslaneta. Staða kvenna á Íslandi hefur í raun aldrei verið betri, hér finnst eitt mesta jafnrétti í heimi, konur eru í meirihluta þeirra sem sækja háskólanám og hlutfall þeirra á atvinnumarkaði er hærra en annars staðar í heiminum. Í raun má segja að staða kvenna sé í sögulegu hámarki. Þrátt fyrir það hallar verulega á hlut kvenna í stjórnunarstöðum og í stjórnum fyrirtækja þrátt fyrir að þar hafi verið sett lög um kynjakvóta.
  Markmið verkefnisins er að sjá hvað þær konur sem hafa náð árangri eiga sameiginlegt og bera saman við aðrar konur á Norðurlöndunum. Aðilar innan Háskólans á Bifröst taka nú þátt í samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að finna það sem einkennir stjórnarhætti Norðurlandaþjóðanna svo hægt sé að þróa leiðtogalíkan sem má nota í stjórnunartengdri kennslu við háskólann.
  Niðurstöður verkefnisins sýna að konurnar eiga margt sameiginlegt, eru vel upplýstar um stöðu kynjanna og taka stefnumiðaðar ákvarðanir á vegferð sinni til árangurs. Þær eru markmiðasæknar, ákveðnar og vilja öðlast jafnrétti kynjanna í stjórnunarstöðum. Engin ein leið er réttari eða betri en önnur en ljóst að konur hugsa stefnumiðað um barneignir og nám. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn hefja feril sinn ofar en konur og komast því hraðar upp metorðastigann á kostnað kvenna. Því er mikilvægt í framtíðinni að huga að uppbyggingu frama beggja kynja á námsárum og fyrstu árum á atvinnumarkaði.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is about Icelandic women’s path to success and their opinions about gender quotas in corporate boars and about social networks. Iceland has one of the most equality in the world, women now have more seats at universities than men do and their participation in the market place is higher than you find in other countries. You could say that it has never before been so good to be a woman. Despite that, women have a long way to go when it comes to getting as many seats at corporate boards or get senior management positions despite gender quotas by law.
  The purpose of this thesis is to see what the women, who have already gotten senior management positions or are on their way there, have in common so it can be used to compare with women from the Nordic countries. A group withing Bifröst University and their stakeholders are now creating a leadership model to demonstrate what it is in the management of Nordic companies that makes them successful. The findings will be used to create that model and use it while teaching management in the university.
  The conclusion of this thesis is that the women have many things in common, they are highly educated about the genders status and make strategic decisions on their way to success. They are goal oriented, determined and are willing to fight for gender equality in corporate boards. Even though no one way of doing things is the right way, women are obviously thinking strategicly about childbirth and the timing of higher education. Results from other researches show that men get ahead early on, while studying and in their first corporate positions while women get left behind. Therefor it is highly important that in the future women and men are helped equally enough so that doesn’t happen.

Samþykkt: 
 • 10.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LisbetHannesdottir_MS_Lokaverk.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.